Innlent

Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
„Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum,” segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. Umræðurnar voru teknar upp sl. fimmtudag og verða birtar á Stöð 2 í kvöld.

Tveimur stjórnmálamönnum, tveimur múslimum og tveimur úr hópi þeirra sem hafa opinberlega lýst andstöðu við íslam á Íslandi var boðið til umræðnanna. Stjórnmálamennirnir hættu við skömmu fyrir upptöku, en Helgi Hrafn Gunnarsson hljóp í skarðið með örstuttum fyrirvara. Þátttakendur í umræðunni eru Gústaf Níelsson, Margrét Friðriksdóttir, Soumia Islami, Salmann Tamimi og Helgi Hrafn.

Umræðurnar verða sýndar strax eftir seinni hluta Múslimanna okkar sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 kl. 19:20 í kvöld. Umsjónarmaður þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku á heimildaþáttunum og Fannar S. Edwardsson um klippingu.


Tengdar fréttir

Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum

"Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×