Innlent

Boko Haram sver hollustu við ISIS

Birgir Olgeirsson skrifar
Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram.
Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram. Vísir/AFP
Nígeríski hryðjuverkahópurinn Boko Haram hefur svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS að því er fram kemur í yfirlýsingu sem birt var á Twitter-aðgangi Boko Haram.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir ekki staðfest hvort þessi tilkynning sé í raun komin frá Boko Haram en talið er að leiðtogi hópsins, Abubakar Sheku, beri ábyrgð á henni.  Uppgangur Boko Haram hófst í norður Nígeríu árið 2009 en meðlimir hópsins vilja koma á íslömsku ríki í landinu.

ISIS-samtökin hafa viljað koma á kalífadæmi þar sem ríkinu er stjórnað af einum leiðtoga samkvæmt sharía-lögum. Leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi, er þekktur af meðlimum ISIS sem Caliph Ibrahim. Í hljóðupptökunni sem birt var á Twitter-aðgangi Boko Haram í dag heyrist leiðtogi hópsins segja: „Við sverjum hollustu okkar við kalífann.

Þúsundir hafa fallið í árásum Boko Haram, þar á meðal fimmtíu manns í sprengjuárásum í nígerísku borginni Maiduguri fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×