Handbolti

Kristín með tíu í sigri Vals í Árbænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristín er komin með 130 mörk í Olís-deildinni í vetur.
Kristín er komin með 130 mörk í Olís-deildinni í vetur. vísir/vilhelm
Fjórir leikir fóru fram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Grótta færðist nær deildarmeistaratitlinum með öruggum sigri á FH.

HK og Selfoss skildu jöfn í Digranesinu, 25-25. Staðan var jöfn í hálfleik, 10-10.

Þórhildur Braga Þórðardóttir var markahæst í liði HK með átta mörk en Carmen Palamariu var markahæst hjá Selfossi, einnig með átta mörk.

Mörk HK:

Þórhildur Braga Þórðardóttir 8, Sóley Ívarsdóttir 4, Gerður Arinbjarnar 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1.

Mörk Selfoss:

Carmen Palamariu 8, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Þuríður Guðjónsdóttir 2, Hildur Öder Eianrsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1.

Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn þegar Valur vann sex marka sigur á Fylki í Árbænum, 22-28.

Kristín skoraði 10 mörk í leiknum en hún er búin að skora 130 mörk í deildinni í vetur.

Mörk Fylkis:

Patrícia Szölösi 5, Vera Pálsdóttir 4, Sigrún Birna Arnardóttir 4, Hildur Björnsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Rebekka Friðriksdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.

Mörk Vals:

Kristín Guðmundsdóttir 10, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Bryndís Elín Wöhler 5, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir, Arna Grímsdóttir 1.

Upplýsingar um leik ÍR og Fram hafa ekki borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×