Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 20:35 Harpa Þorsteinsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru "of miklir naglar“ og fá sjaldan aukaspyrnur. mynd/ksí „Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
„Það gekk ekki upp sem við ætluðum okkur í fyrri hálfleik. Við vildum negla þær niður með hápressu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi. Stelpurnar okkar töpuðu, 1-0, fyrir Noregi á Algarve-mótinu í kvöld. „Við náðum engum tökum á þessu með varnarleik og því endaði þetta í hrútleiðinlegum fyrri hálfleik þar sem bæði lið spörkuðu bara boltanum langt fram.“Sjá einnig:Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir „Norska liðið spilaði eins og þegar Drillo [Egil Olsen] var með karlaliðið. Þetta kom okkur frekar mikið á óvart því vanalega hefur Noregur viljað spila góðan fótbolta,“ segir Freyr, en Drillo, sem var einnig þjálfari Wimbledon á tíunda áratug síðustu aldar í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekktur fyrir fallega knattspyrnu. „Þetta varð bara að einhverri Wimbledon-baráttu um fyrsta og annan bolta allan fyrri hálfleikinn. Við hefðum átt að ná að halda boltanum betur,“ segir Freyr. Eina mark leiksins skoraði Noregur í fyrri hálfleik eftir mistök í íslensku vörninni. „Markið kemur auðvitað eftir langan bolta þar sem miðverðirnir okkar skella saman í loftinu. Þetta var eitt klaufalegasta mark sem ég hef séð. Það var líka þvílíkt svekkjandi að fá það á sig því það var ekkert að gerast í leiknum,“ segir Freyr sem var ánægður með seinni hálfleikinn. „Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og náðum stjórn á leiknum. Þar spiluðum við eins og lagt var upp með og við sóttum til að jafna og ná sigri,“ segir hann. „Það er samt lélegt að skora ekki mark í 180 mínútur. Auðvitað eigum við að skora. Litlu hlutirnir eru ekki að detta með okkur og dómgæslan er eins og hún er á þessu móti.“ Ísland gerði tilkall til vítaspyrnu í tvígang í leiknum en fékk ekki neitt frekar en gegn Sviss. „Við áttum að fá tvær vítaspyrnur í dag. Harpa var lamin eins og harðfiskur í framlínunni en ekkert gert. Hún spilaði samt frábærlega. Harpa og Rakel Hönnudóttir eru bara svo miklir naglar að þær fara aldrei niður þegar þær eru tæklaðar. Þær eru eiginlega of miklir naglar,“ segir Freyr. Síðasti leikur riðilsins er á móti firnasterku liði Bandaríkjanna sem undirbjó sig aðeins betur fyrir mótið en Ísland og flest önnur lið. „Þær voru að undirbúa sig í 90 daga fyrir þetta eina mót eins eðlilegt og það er. Við förum í þann leik til að reyna að ná fram því sem við höfum verið að æfa hérna úti,“ segir Freyr. „Það væri katastrófa hjá þeim að slátra okkur ekki. Við reynum bara að skila góðrri frammistöðu og skora mark. Ef við höldum hreinu gætum við kannski unnið sögulegan sigur,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira