Grínistinn Russell Brand tilkynnti í hlaðvarpsþætti sínum að hann væri meira en til í að fara á tvöfalt stefnumót með Conchita Wurst, sem sigraði Eurovision eftirminnilega í fyrra.
Félagi Brand í þættinum, Matt Morgan, ætlar sér að fara með á stefnumótið, en Wurst á víst vin sem heitir einnig Matt Morgan. Þeim félögum fannst þetta því tilvalið tækifæri.
„Ef einhver þekkir hana eða ef þú ert að hlusta, komdu þá til mín!" sagði Brand í þættinum.
Brand er mikill aðdáandi Wurst en þegar hún keppti í Eurovision í fyrra setti hann innmyndir af sér á twitter í gervi hennar þar sem hann sagði: „Ég er venjulega ekki með kosningaáróður,en kjósið mig í Eurovision!"
Brand vill deit með Concitu
Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar

Mest lesið








Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
