Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 16:53 Barátta í vítateignum í dag. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira