Múslimarnir okkar: „Lærðu að segja As-salamu alaykum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2015 21:56 Gústaf Níelsson, Margrét Friðriksdóttir, Soumia Islami, Helgi Hrafn Gunnarsson og Salmann Tamimi tóku þátt í umræðunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, bílastæði og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, Salmann Tamimi, Soumia Islami, Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Níelsson tóku þátt í umræðum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í tengslum við þáttinn Múslimarnir okkar. Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar og var meðal annars rætt um byggingu mosku á Íslandi, Pegida-samtökin og meinta íslamsvæðingu Evrópu. Þá velti Lóa Pind því upp hvað væri hægt að gera til að mæta þeim ótta sem virðist búa í brjósti Íslendinga gagnvart múslimum. „Ég held satt best að segja að það sé verið að yfirgera þennan ótta, óttinn er ekki neitt sérstakur. Ég held að flestir Íslendingar spyrji sig hvaða erindi á íslam við þetta litla friðsæla samfélag. Ég hugsa að flestum þyki þetta eins og óboðinn gestur,“ sagði Gústaf. Þá minntist Margrét á sjaría-lög: „Það sem ég óttast við íslam eru þessi sjaría-lög. Mér finnst þau stórhættuleg, þau stangast á við íslenskt samfélag, íslensk lög.“ Soumia Islami sagði sömu lög og reglur gilda fyrir alla á Íslandi. „Það er trúfrelsi fyrir alla og trú á ekki að koma nálægt lögum og reglum á Íslandi. Ég vil hafa kristið fólk í kringum mig og ég vil ekki að íslam taki yfir eða neitt slíkt. En múslimar á Íslandi eiga að hafa sömu réttindi og allir aðrir“ Helgi Hrafn sagði múslima ekki vera að ná völdum. „Það eru þrír sjálfkallaðir nýfasistar á Evrópuþinginu. Núll íslamistar. Það komust tveir menn inn í borgarstjórn núna í síðustu kosningum út á þetta moskumál. Núll íslamistar. Múslimar eru ekki að ná völdum, sjaría er ekki á leiðinni. Við þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka sem er rísandi hér eins og annars staðar í Evrópu. Varðandi það hvernig við getum unnið bug á óttanum við múslima, lærðu að heilsa þeim. Lærðu að segja As-salamu alaykum.“ „Við erum partur af samfélaginu. Það er bara lágkúrulegt að við séum á 21. öldinni og enn að hugsa eins og við séum á 18. öld. „Þetta erum við og þetta eru þið.“ Tölum um hvað múslimar eru að gera á Íslandi,“ sagði Salmann Tamimi. Umræðuþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 „Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51 „Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, bílastæði og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
„Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Rætt var við hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í vikunni. 11. mars 2015 18:51
„Vill hann láta afhausa sig?“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók þátt í "Einn á móti öllum“ í Bítinu í morgun þar sem rætt var um innflytjendamál. 11. mars 2015 09:53
„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00