Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir níu breytingar á byrjunarliðinu sem mætir heimsmeisturum Japans í leiknum um 9. sætið á Algarve-mótinu í dag klukkan 12.15.
Hallbera Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru einu halda sætum sínum frá leiknum gegn Bandaríkjunum á mánudagskvöldið.
Margrét Lára Viðarsdóttir er ein af þeim níu sem kemur inn í liðið en Guðmunda Brynja Óladóttir byrjar leikinn sem og systir Margrétar, Elísa Viðarsdóttir.
Guðrún Arnardóttir, varnarmaður úr Breiðabliki, spilar sinn fyrsta landsleik í dag og byrjar á heimsmeisturum Japan. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland og Japan mætast.
Byrjunarlið Íslands gegn Japan: Sandra Sigurðardóttir - Elísa Viðarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir.
Níu breytingar fyrir leikinn gegn heimsmeisturunum

Tengdar fréttir

Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa
Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram.