Eiður Smári: Var eiginlega orðið alltof langt síðan að ég skoraði Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 28. mars 2015 17:59 Eiður Smári er kominn aftur á blað. vísir/getty „Þetta var flott í kvöld og heilt yfir frábær sigur. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig og það var nákvæmlega það sem við gerðum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, eftir 3-0 sigur á Kasakstan í Astana í kvöld. Eiður Smári kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum með laglegri afgreiðslu en þetta var fyrsta landsliðsmark hans frá árinu 2009.Sjá einnig:Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára „Það var eiginlega orðið alltof langt síðan að ég skoraði fyrir landsliðið og það var kominn tími til," sagði Eiður Smári en íslenska liðið nýtti sér þá mistök hjá markverði Kasaka. „Við vorum búnir að fara vel yfir það og vissum að við yrðum að vera tilbúnir. Þeir eiga það til að gera klaufaleg mistök og sem betur fer nýttum við það okkur vel," sagði Eiður Smári. „Ég bjóst kannski við því að við yrðum undir aðeins meiri pressu en ég held að þar eigi við skilið hrós. Við leyfðum þeim ekki að pressa á okkur. Annað markið gefur okkur líka mikið. Það róar okkur mikið og gefur okkur þægilega stöðu. Við vorum ákveðnir í því að fara 2-0 yfir inn í seinni hálfleikinn," sagði Eiður Smári. „Þetta leit kannski þægilega út en við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Það þarf að hafa fyrir öllu í fótbolta í dag. Það að þetta hafi litið þægilega út sýnir okkar styrkleika. Við gáfum þeim ekki færi á því að komast inn í leikinn," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Twitter logar eftir mark Eiðs „Ég byrjaði aðeins framar og við lögðum upp með það að reyna að pressa þá aðeins hærra upp á vellinum. Eftir því sem leikurinn þróaðist þá fann ég að það var mikið svæði fyrir mig að komast í til að hjálpa miðjumönnunum aðeins. Við Gylfi getum líka leyst hvorn annan af þegar hann er að stinga sér," sagði Eiður Smári. „Ég held að þeir hafi átt í vandræðum með það þegar við vorum að fá boltann milli þeirra miðju og varnar. Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að pressa okkur í bakið eða gefa okkur svæðið. Það virkaði vel," sagði Eiður Smári. „Við sögðum það fyrir leikinn að þrjú stig út úr þessum leik myndi gefa okkur mikið. Við höfum komið okkur í þá stöðu að vera að berjast um efsta sætið og það er frábært," sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Eiður er enn frábær fótboltamaður Lars Lagerbäck var að vonum ánægður með 0-3 sigur Íslands á Kasakstan í Astana í dag. 28. mars 2015 17:55 Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki gegn Kasakstan í dag. 28. mars 2015 17:21 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins Kári Árnason, Eiður Smári, Jóhann Berg og Birkir Bjarnason fá hæstu einkunn en Kolbeinn Sigþórsson var ekki líkur sjálfum sér. 28. mars 2015 17:13 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
„Þetta var flott í kvöld og heilt yfir frábær sigur. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig og það var nákvæmlega það sem við gerðum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, eftir 3-0 sigur á Kasakstan í Astana í kvöld. Eiður Smári kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum með laglegri afgreiðslu en þetta var fyrsta landsliðsmark hans frá árinu 2009.Sjá einnig:Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára „Það var eiginlega orðið alltof langt síðan að ég skoraði fyrir landsliðið og það var kominn tími til," sagði Eiður Smári en íslenska liðið nýtti sér þá mistök hjá markverði Kasaka. „Við vorum búnir að fara vel yfir það og vissum að við yrðum að vera tilbúnir. Þeir eiga það til að gera klaufaleg mistök og sem betur fer nýttum við það okkur vel," sagði Eiður Smári. „Ég bjóst kannski við því að við yrðum undir aðeins meiri pressu en ég held að þar eigi við skilið hrós. Við leyfðum þeim ekki að pressa á okkur. Annað markið gefur okkur líka mikið. Það róar okkur mikið og gefur okkur þægilega stöðu. Við vorum ákveðnir í því að fara 2-0 yfir inn í seinni hálfleikinn," sagði Eiður Smári. „Þetta leit kannski þægilega út en við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Það þarf að hafa fyrir öllu í fótbolta í dag. Það að þetta hafi litið þægilega út sýnir okkar styrkleika. Við gáfum þeim ekki færi á því að komast inn í leikinn," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Twitter logar eftir mark Eiðs „Ég byrjaði aðeins framar og við lögðum upp með það að reyna að pressa þá aðeins hærra upp á vellinum. Eftir því sem leikurinn þróaðist þá fann ég að það var mikið svæði fyrir mig að komast í til að hjálpa miðjumönnunum aðeins. Við Gylfi getum líka leyst hvorn annan af þegar hann er að stinga sér," sagði Eiður Smári. „Ég held að þeir hafi átt í vandræðum með það þegar við vorum að fá boltann milli þeirra miðju og varnar. Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að pressa okkur í bakið eða gefa okkur svæðið. Það virkaði vel," sagði Eiður Smári. „Við sögðum það fyrir leikinn að þrjú stig út úr þessum leik myndi gefa okkur mikið. Við höfum komið okkur í þá stöðu að vera að berjast um efsta sætið og það er frábært," sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Eiður er enn frábær fótboltamaður Lars Lagerbäck var að vonum ánægður með 0-3 sigur Íslands á Kasakstan í Astana í dag. 28. mars 2015 17:55 Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki gegn Kasakstan í dag. 28. mars 2015 17:21 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins Kári Árnason, Eiður Smári, Jóhann Berg og Birkir Bjarnason fá hæstu einkunn en Kolbeinn Sigþórsson var ekki líkur sjálfum sér. 28. mars 2015 17:13 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Lars: Eiður er enn frábær fótboltamaður Lars Lagerbäck var að vonum ánægður með 0-3 sigur Íslands á Kasakstan í Astana í dag. 28. mars 2015 17:55
Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki gegn Kasakstan í dag. 28. mars 2015 17:21
Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02
Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31
Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins Kári Árnason, Eiður Smári, Jóhann Berg og Birkir Bjarnason fá hæstu einkunn en Kolbeinn Sigþórsson var ekki líkur sjálfum sér. 28. mars 2015 17:13