Gert grín að barnaníði í MORFÍs: „Svona framkoma verður ekki liðin“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2015 10:45 Málflutningur liðsmanna FSu þótti óviðeigandi. Vísir/Egill Bjarnason/Jóhann Hinrik Stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni íslenskra framhaldsskóla, hefur sent nemendaráði FSu og skólastjórn skólans formlega kvörtun vegna framkomu ræðuliðs skólans í keppni gærkvöldsins. Í fyrri umferð fór einn liðsmaður FSu með hlutverk Steingríms Njálssonar, dæmds kynferðisafbrotamanns, og segist stjórnin í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fordæma orðræðu liðsins. „Dæmin sem þau tóku í ræðum sínum voru óviðeigandi á allan hátt,“ segir í tilkynningunni. „Við gerum ekki grín að barnaníði, nauðgunum, morðum og eyðum ekki púðri í að ræða um nafngreinda afbrotamenn.“ Sjá einnig: Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Í tilkynningunni er einnig gagnrýnt að liðsmenn FSu hafi ekki tekið mark á athugasemdum oddadómara í seinni umferð en hann á að hafa beðið ræðumenn sérstaklega um að gæta orða sinna í kjölfar leikþátts meðmælanda FSu. Fundarstjóri var rétt í þessu að biðja ræðumenn um að gæta orða sinna.— MORFÍs tweetar (@MorfisTweetar) March 19, 2015 „Við lýstum því yfir í upphafi keppnisárs að svona framkoma væri ekki liðin og við það stöndum við,“ segir í tilkynningu stjórnar MORFÍs. „Áfram heilbrigð orðræða, virðing og málefnaleg samskipti.“ Sjá einnig: Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags FSu, segir nemendur skólans almennt sammála um það að gengið hafi verið of langt í keppninni í gær. „Þetta er auðvitað ekki í lagi, þessi orð sem þau létu falla“ segir Halldóra. „Það verður tekið á þessu og afsökunarbeiðni mun koma frá liðinu.“ Umræðuefni keppninnar var Rök umfram tilfinningar og mælti FSu með en Kvennaskólinn á móti. Kvennaskólinn vann með 526 stigum. Keppnina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en ræðan sem um ræðir hefst þegar 39 mínútur eru liðnar. Morfís Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Sér eftir því að hafa ekki kært Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni. 16. febrúar 2014 23:23 Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Ný stjórn ræðukeppni framhaldsskólanna hefur breytt reglum og vill rétta af orðspor keppninnar. 14. september 2014 13:25 „Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“ „Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS. 11. apríl 2014 13:30 Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Stefán Pálsson segir Sigmund Davíð aldrei hafa komist í ræðulið MR. Því miður. 5. mars 2015 11:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Stjórn MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni íslenskra framhaldsskóla, hefur sent nemendaráði FSu og skólastjórn skólans formlega kvörtun vegna framkomu ræðuliðs skólans í keppni gærkvöldsins. Í fyrri umferð fór einn liðsmaður FSu með hlutverk Steingríms Njálssonar, dæmds kynferðisafbrotamanns, og segist stjórnin í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fordæma orðræðu liðsins. „Dæmin sem þau tóku í ræðum sínum voru óviðeigandi á allan hátt,“ segir í tilkynningunni. „Við gerum ekki grín að barnaníði, nauðgunum, morðum og eyðum ekki púðri í að ræða um nafngreinda afbrotamenn.“ Sjá einnig: Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Í tilkynningunni er einnig gagnrýnt að liðsmenn FSu hafi ekki tekið mark á athugasemdum oddadómara í seinni umferð en hann á að hafa beðið ræðumenn sérstaklega um að gæta orða sinna í kjölfar leikþátts meðmælanda FSu. Fundarstjóri var rétt í þessu að biðja ræðumenn um að gæta orða sinna.— MORFÍs tweetar (@MorfisTweetar) March 19, 2015 „Við lýstum því yfir í upphafi keppnisárs að svona framkoma væri ekki liðin og við það stöndum við,“ segir í tilkynningu stjórnar MORFÍs. „Áfram heilbrigð orðræða, virðing og málefnaleg samskipti.“ Sjá einnig: Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags FSu, segir nemendur skólans almennt sammála um það að gengið hafi verið of langt í keppninni í gær. „Þetta er auðvitað ekki í lagi, þessi orð sem þau létu falla“ segir Halldóra. „Það verður tekið á þessu og afsökunarbeiðni mun koma frá liðinu.“ Umræðuefni keppninnar var Rök umfram tilfinningar og mælti FSu með en Kvennaskólinn á móti. Kvennaskólinn vann með 526 stigum. Keppnina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en ræðan sem um ræðir hefst þegar 39 mínútur eru liðnar.
Morfís Tengdar fréttir Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02 Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Sér eftir því að hafa ekki kært Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni. 16. febrúar 2014 23:23 Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Ný stjórn ræðukeppni framhaldsskólanna hefur breytt reglum og vill rétta af orðspor keppninnar. 14. september 2014 13:25 „Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“ „Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS. 11. apríl 2014 13:30 Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Stefán Pálsson segir Sigmund Davíð aldrei hafa komist í ræðulið MR. Því miður. 5. mars 2015 11:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Forsætisráðherra neyðist til að leiðrétta dómara og spyrla Gettu betur. 5. mars 2015 10:02
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33
Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27
Sér eftir því að hafa ekki kært Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni. 16. febrúar 2014 23:23
Kvenfyrirlitning og klámkjaftur á ekki heima í Morfís Ný stjórn ræðukeppni framhaldsskólanna hefur breytt reglum og vill rétta af orðspor keppninnar. 14. september 2014 13:25
„Manni finnst þetta vera viðloðandi MORFÍs“ „Annaðhvort finna menn einhverjar leiðir til að stöðva svona lagað og menn læra að haga sér eða að skólarnir þurfi að velta fyrir sér hvort þetta sé þáttur í félagslífinu sem þeir vilja standa að," segir Már Vilhjálmsson, skólameistari MS. 11. apríl 2014 13:30
Leiðréttingar forsætisráðherra halda ekki vatni Stefán Pálsson segir Sigmund Davíð aldrei hafa komist í ræðulið MR. Því miður. 5. mars 2015 11:23