Ætlar enginn að hugsa um börnin? Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2015 16:08 Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar