Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 19:31 Gunnar Nelson vill komast aftur á sigurbraut. vísir/getty „Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC. MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
„Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC.
MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45
Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45
Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30
Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30
Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti