Innlent

Willum vill íþróttaframhaldsskóla í Kórinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill stofna nýja framhaldsskóla í Kópavogi þar sem haft verður að markmiði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig á sviði íþrótta.

Hefur Willum lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi feli mennta- og menningarmálaráðherra að hefja viðræður við bæjarstjórn Kópavogs um stofnun þessa framhaldsskóla.

Í greinargerð tillögunnar kemur fram að fjölgun íbúa í Kópavogi kalli á byggingu nýs framhaldsskóla í bæjarfélaginu og segir hann reynslu nágrannalanda í að samþætta nám við íþróttir við sérhæfða íþróttaskóla hafa gefist afar vel. Segir hann heppilegt að grípa tækifærið til að koma á fót slíkum skóla hér á landi segir hann íþróttaaðstöðuna sem er að finna í Kórnum í Kópavogi eiga eftir að nýtast vel í það.

Íbúar Kópavogs eru um 32 þúsund og hefur fjölgað um tíu þúsund frá aldamótum að því er fram kemur í greinargerðinni og er bent á að Menntaskólinn í Kópavogi sé eini skólinn í bæjarfélaginu með um það bil 1.400 nemendur en síðast var byggt við hann árið 2003 og því sögð þörf fyrir nýjum skóla í bæjarfélaginu. Bendir Willum á að í Kóra-hverfinu sé að finna fjölnota íþróttahöll og stutt sé í sundlaugar. Því væri hægt að nýta þá aðstöðu sem nú þegar fyrir hendi við starfrækslu skólans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×