Real Madrid eltir Barcelona eins og skugginn í spænsku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu, en Real vann 3-1 sigur á Malaga í kvöld. Munurinn á liðunum er nú tvö stig.
Sergio Ramos kom Real yfir eftir 24. mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Cristiano Ronaldo fékk tækifæri til að tvöfalda forystuna af vítapunktinum eftir að brotið var á James Rodriguez, en skot Ronaldo fór í stöngina.
James Rodriguez kom Real þó í 2-0 stuttu síðar eftir frábær spili. Juanmi minnkaði muninn fyrir Malaga á 71. mínútu og þannig stóðu leikar þangað til í uppbótartíma þegar Ronaldo skoraði. Lokatölur 3-1.
Real er nú tveimur stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum, en sex leikir eru eftir af deildarkeppninni.
Real eltir Börsunga eins og skugginn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn




