Hafþór Júlíus Björnsson tekur þátt í keppninni um sterkasta mann heims á næstu dögum. Af því tilefni var rætt við hann í Ísland í dag í gær.
Eftir að Hafþór Júlíus landaði hlutverki „Fjallsins“ í Game of Thrones þáttunum hafa ýmsar dyr opnast fyrir hann á leiklistarsviðinu. „Það var ótrúlega auðvelt að leika þetta þegar bardaginn hófst. Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá fer maður alla leið og þegar það kom að aðalbardaganum þá var hann allur stimplaður inn í hausinn á mér,“ segir hann aðspurður um leiklistarhæfileika sína.
Stefán Sölvi Pétursson, fyrrum keppandi í sterkasta manni heims, og Magnús Ver Magnússon, sem sigraði keppnina fjórum sinnum, voru einnig viðmælendur þáttarins.
„Kraftakeppnir eru ótrúlega slítandi sport. Þeim mun lengur sem þú ert í því þeim mun lengur slitnarðu og finnur fyrir því þegar þú ert eldri. Ef þú getur stigið inn á annan vettvang þegar þú hefur sigrað allt sem þú vilt sigra, af hverju ekki?“ segir Magnús Ver.
Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt
Tengdar fréttir

Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur
"Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson.

Fjallið í Íslandi í dag: Braut eitt sinn ljósabekk
Hafþór Júlíus Björnsson hefur keppni í sterkasta manni í heimi á morgun.