Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 21:46 Frá vinstri: Einar, Andri, Ragnheiður Margrét og Björn Þór. Vísir Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12