Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun stjórnarlauna Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 12:11 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Segir stjórnvöld tilbúin að greiða fyrir kjarasamningum. Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun.
Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira