Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 11:39 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. „Umræðan núna snýst um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldinu. Það hefur auðvitað komið í ljós þegar spurt er að fólk veit lítið um þetta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Breytingar á veiðigjöldum hafa verið mikið til umræðu á Alþingi undanfarna daga. Málið hefur verið rætt langt fram á nótt en í gærkvöldi funduðu þingmenn til klukkan hálf fjögur. Þingmenn minnihlutans hafa verið sakaðir um málþóf. Að sögn Heiðrúnar Lindar snýst málið um ofurskattlagningu fiskveiða. Nú greiði fyrirtæki 33 prósenta skatt af hagnaði fiskveiða auk tuttugu prósenta tekjuskatt líkt og önnur fyrirtæki. „Þetta hefur verið um og yfir tvöfaldur tekjuskattur miðað við tölur síðustu ára,“ segir hún. „Það sem er að gerast núna í þinginu með þessu frumvarpi er að veiðigjaldið er að fara yfir sjötíu prósent af hagnaði fiskveiða og í uppsjávarveiðum fer það upp í níutíu til hundrað prósent. Í veiðum á einstökum tegundum eins og á makríl fer það yfir hundrað prósent. Við erum að tala um og takast á um fyrirhugaða ofurskattlagningu.“ Lítið sé hægt að gera nema að hagræða. „Sjávarútvegur spilar eftir þeim leikreglum sem að stjórnvöld setja og á ekki annarra kosta völ en að gera það.“ Áhættan sé að fjármagnið leiti annað Heiðrún Lind segist skilja þegar almenningur heyrir af arðgreiðslum upp á tugi milljarða geri þau ráð fyrir því að fyrirtæki í sjávarútvegi höndli hærri veiðigjöld. Hins vegar sé um að ræða stóra atvinnugrein og séu greiðslurnar skoðaðar sem hlutfall af hagnaði þá séu þær minni heldur en úr atvinnulífinu. „Þannig þegar þú ert með stóra atvinnugrein þar sem eru margir þá verða milljarðarnir margir sem fara í arðgreiðslur,“ segir hún. „Ef að ávöxtun á þetta fjármagn verður til muna minna heldur en frá öðrum geirum eða af áhættulausum ríkisskuldabréfum þá leitar fjármagnið ekki í sjávarútveg. Það er það sem við höfum verið að benda á að sé áhættan.“ Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja sé einnig dýr. „Þetta er fjármagnsfrek atvinnugrein. Við sjáum fyrirtæki sem eru að fjárfesta í nýjum skipum sem eru skip upp á sjö til níu milljarða króna. Þú þarft lánsfjármagn og jafnvel fjármagn frá fjárfestum.“ Ósátt með samráðsleysi Heiðrún Lind er einnig afar óánægð með samráðsleysi stjórnvalda. Hún segir að í kosningabaráttu forsætisráðherra hafi hún sagst ætla eiga í samtölum við fulltrúar sjávarútvegsins. „Það var það sem að forsætisráðherra sagði fyrir kosningar, að taka þetta í skrefum, það er skynsamlegt að taka þetta í góðum samskiptum við fagaðila. Svo er það ekki gert.“ Hún segir fulltrúa atvinnugreinarinnar vita hver pólitísk afstaða flokkanna sé og verði að sætta sig við þær. „En að það var þó allaveganna búið að segja að við munum taka samtalið og við myndum gera það í skrefum.“ Hún segir að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafi komið aftan að fulltrúum sjávarútvegsins með blaðamannafundinum þar sem áætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar á veiðigjöldum voru kynntar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gáfu út yfirlýsingu fyrir blaðamannafundinn. Erfitt að segja til um hvað sé sanngjarnt „Það er mjög erfitt að segja nákvæma tölu yfir hvað greinin geti greitt í veiðigjald. Mjög ólík fyrirtæki, lítil og stór, mikil fjölbreytileiki,“ segir Heiðrún Lind. Málið snúist um hverjar áætlanir yfirvalda séu í sjávarútvegi, samþjöppun eða fjölbreytni. „Þegar þú ætlar að taka skatt út frá meðaltali heillar atvinnugreinar þá verður þú að hafa prósenta tiltölulega lága til að allir ráði við það ef að markmiðið er að hafa fjölbreytta atvinnugrein. Ef að þú ætlar að hækka þetta upp í rjáfur eins og er með öðrum orðum ertu að segja að við viljum meiri samþjöppun og við viljum færri aðila.“ Hún segir það eina sem fyrirtæki í sjávarútvegi geti gert sé að hagræða. Þau séu í alþjóðlegri samkeppni og ráði því ekki sjálf hvert endanlegt verð er. Hagræðingin gæti haft áhrif á heilu samfélögin á landsbyggðinni. „Þá hefur maður áhyggjur af því sjávarútvegur er burðarstólpi landsbyggðarinnar. Þetta er hálaunaatvinnugrein, þetta er grunnatvinnuvegur sem þýðir það að aðrar atvinnugreinar treysta á að það gangi vel, iðnaður, tækni, nýsköpun,“ segir Heiðrún. Skoðun almennings á málinu Heiðrún Lind fer yfir kannanir sem gerðar hafa verið á áliti almennings á umræðuna. Hún bendir á nýja könnun Gallup sem Viðskiptablaðið birti þann 17. júní. Vert er að taka fram að af 818 þátttakendum voru 399 manns sem svöruðu spurningunni sem Heiðrún Lind vitnar í. Þriðjungur þeirra, eða 30,2 prósent sem samsvarar um 120 manns, töldu að veiðigjöld ættu að vera yfir fimmtíu prósent. „Við sjáum á könnunum þegar fólk er spurt að það er ekki til í að hafa þetta mikið hærra. Það eru ekki nema tíu prósent aðspurðra í könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið sem vilja hafa þau yfir sextíu prósent,“ segir Heiðrún Lind í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Í nýjustu könnun Maskínu sem fjallað var um í gær sögðust 62 prósent þátttakenda hlynntir frumvarpinu sjálfu og 24 prósent andvíg. 975 manns svöruðu spurningum Maskínu. Um flókið mál sé að ræða þar sem fólk hafi skoðanir og því sé andrúmsloftið þungt. „Það hjálpar heldur ekki fólki að taka upplýstar þegar andrúmsloftið verður þannig að þetta er barátta og barningur, allir í sínum skotgröfum. Við tökum ábyrgð líka að við erum þátttakandi í þeirri umræðu sem er ekkert sérstaklega uppbyggileg og er ekki upplýsandi fyrir almenning,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind situr í stjórn Sýnar en Vísir er í eigu Sýnar. Breytingar á veiðigjöldum Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
„Umræðan núna snýst um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldinu. Það hefur auðvitað komið í ljós þegar spurt er að fólk veit lítið um þetta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Breytingar á veiðigjöldum hafa verið mikið til umræðu á Alþingi undanfarna daga. Málið hefur verið rætt langt fram á nótt en í gærkvöldi funduðu þingmenn til klukkan hálf fjögur. Þingmenn minnihlutans hafa verið sakaðir um málþóf. Að sögn Heiðrúnar Lindar snýst málið um ofurskattlagningu fiskveiða. Nú greiði fyrirtæki 33 prósenta skatt af hagnaði fiskveiða auk tuttugu prósenta tekjuskatt líkt og önnur fyrirtæki. „Þetta hefur verið um og yfir tvöfaldur tekjuskattur miðað við tölur síðustu ára,“ segir hún. „Það sem er að gerast núna í þinginu með þessu frumvarpi er að veiðigjaldið er að fara yfir sjötíu prósent af hagnaði fiskveiða og í uppsjávarveiðum fer það upp í níutíu til hundrað prósent. Í veiðum á einstökum tegundum eins og á makríl fer það yfir hundrað prósent. Við erum að tala um og takast á um fyrirhugaða ofurskattlagningu.“ Lítið sé hægt að gera nema að hagræða. „Sjávarútvegur spilar eftir þeim leikreglum sem að stjórnvöld setja og á ekki annarra kosta völ en að gera það.“ Áhættan sé að fjármagnið leiti annað Heiðrún Lind segist skilja þegar almenningur heyrir af arðgreiðslum upp á tugi milljarða geri þau ráð fyrir því að fyrirtæki í sjávarútvegi höndli hærri veiðigjöld. Hins vegar sé um að ræða stóra atvinnugrein og séu greiðslurnar skoðaðar sem hlutfall af hagnaði þá séu þær minni heldur en úr atvinnulífinu. „Þannig þegar þú ert með stóra atvinnugrein þar sem eru margir þá verða milljarðarnir margir sem fara í arðgreiðslur,“ segir hún. „Ef að ávöxtun á þetta fjármagn verður til muna minna heldur en frá öðrum geirum eða af áhættulausum ríkisskuldabréfum þá leitar fjármagnið ekki í sjávarútveg. Það er það sem við höfum verið að benda á að sé áhættan.“ Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja sé einnig dýr. „Þetta er fjármagnsfrek atvinnugrein. Við sjáum fyrirtæki sem eru að fjárfesta í nýjum skipum sem eru skip upp á sjö til níu milljarða króna. Þú þarft lánsfjármagn og jafnvel fjármagn frá fjárfestum.“ Ósátt með samráðsleysi Heiðrún Lind er einnig afar óánægð með samráðsleysi stjórnvalda. Hún segir að í kosningabaráttu forsætisráðherra hafi hún sagst ætla eiga í samtölum við fulltrúar sjávarútvegsins. „Það var það sem að forsætisráðherra sagði fyrir kosningar, að taka þetta í skrefum, það er skynsamlegt að taka þetta í góðum samskiptum við fagaðila. Svo er það ekki gert.“ Hún segir fulltrúa atvinnugreinarinnar vita hver pólitísk afstaða flokkanna sé og verði að sætta sig við þær. „En að það var þó allaveganna búið að segja að við munum taka samtalið og við myndum gera það í skrefum.“ Hún segir að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafi komið aftan að fulltrúum sjávarútvegsins með blaðamannafundinum þar sem áætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar á veiðigjöldum voru kynntar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gáfu út yfirlýsingu fyrir blaðamannafundinn. Erfitt að segja til um hvað sé sanngjarnt „Það er mjög erfitt að segja nákvæma tölu yfir hvað greinin geti greitt í veiðigjald. Mjög ólík fyrirtæki, lítil og stór, mikil fjölbreytileiki,“ segir Heiðrún Lind. Málið snúist um hverjar áætlanir yfirvalda séu í sjávarútvegi, samþjöppun eða fjölbreytni. „Þegar þú ætlar að taka skatt út frá meðaltali heillar atvinnugreinar þá verður þú að hafa prósenta tiltölulega lága til að allir ráði við það ef að markmiðið er að hafa fjölbreytta atvinnugrein. Ef að þú ætlar að hækka þetta upp í rjáfur eins og er með öðrum orðum ertu að segja að við viljum meiri samþjöppun og við viljum færri aðila.“ Hún segir það eina sem fyrirtæki í sjávarútvegi geti gert sé að hagræða. Þau séu í alþjóðlegri samkeppni og ráði því ekki sjálf hvert endanlegt verð er. Hagræðingin gæti haft áhrif á heilu samfélögin á landsbyggðinni. „Þá hefur maður áhyggjur af því sjávarútvegur er burðarstólpi landsbyggðarinnar. Þetta er hálaunaatvinnugrein, þetta er grunnatvinnuvegur sem þýðir það að aðrar atvinnugreinar treysta á að það gangi vel, iðnaður, tækni, nýsköpun,“ segir Heiðrún. Skoðun almennings á málinu Heiðrún Lind fer yfir kannanir sem gerðar hafa verið á áliti almennings á umræðuna. Hún bendir á nýja könnun Gallup sem Viðskiptablaðið birti þann 17. júní. Vert er að taka fram að af 818 þátttakendum voru 399 manns sem svöruðu spurningunni sem Heiðrún Lind vitnar í. Þriðjungur þeirra, eða 30,2 prósent sem samsvarar um 120 manns, töldu að veiðigjöld ættu að vera yfir fimmtíu prósent. „Við sjáum á könnunum þegar fólk er spurt að það er ekki til í að hafa þetta mikið hærra. Það eru ekki nema tíu prósent aðspurðra í könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið sem vilja hafa þau yfir sextíu prósent,“ segir Heiðrún Lind í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Í nýjustu könnun Maskínu sem fjallað var um í gær sögðust 62 prósent þátttakenda hlynntir frumvarpinu sjálfu og 24 prósent andvíg. 975 manns svöruðu spurningum Maskínu. Um flókið mál sé að ræða þar sem fólk hafi skoðanir og því sé andrúmsloftið þungt. „Það hjálpar heldur ekki fólki að taka upplýstar þegar andrúmsloftið verður þannig að þetta er barátta og barningur, allir í sínum skotgröfum. Við tökum ábyrgð líka að við erum þátttakandi í þeirri umræðu sem er ekkert sérstaklega uppbyggileg og er ekki upplýsandi fyrir almenning,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind situr í stjórn Sýnar en Vísir er í eigu Sýnar.
Breytingar á veiðigjöldum Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira