Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 10:30 Aron Einar Gunnarsson vill að Ólafur og Pétur njóti virðingar fyrir það sem þeir gerðu. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilaði 50. landsleikinn sinn á dögunum þegar Ísland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í Astana. Aron Einar fékk fyrst tækifæri í landsliðinu þegar hann byrjaði leik á móti Hvíta-Rússlandi á æfingamóti á Möltu árið 2008. Hann var þá 18 ára gamall. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá landsliðsþjálfari karla og gaf mikið af ungum leikmönnum tækifæri í liðinu, en fyrir það er Aron honum og aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni þakklátur. „Ég fékk tækifærið á sínum tíma hjá Óla Jóh og Pétri. Það var þvílík snilld hjá þeim að koma öllum þessum leikmönnum af stað. Við værum ekki þar sem við erum í dag hefðu þeir ekki komið okkur öllum inn og gefið okkur sénsinn,“ segir Aron Einar í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut.Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska liðinu áður en Lars Lagerbäck tók við.vísir/afpÓlafur og Pétur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri, en nokkur fjöldi landsliðsmanna hefur talað um það hversu miklu betra allt sé í kringum liðið undir stjórn Lars Lagerbäcks en það var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þetta líkar Aroni illa. „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar ég sé leikmenn vera að tala illa um fyrrverandi þjálfarana sína. Þó það gekk ekki vel voru þetta mennirnir sem komu okkur af stað og gáfu okkur tækifæri,“ segir Aron Einar. „Það var kominn tími á kynslóðaskipti. Það var mikil breyting á þeim tíma og núna erum við að ná úrslitum. Auðvitað fær Lars allan heiðurinn vegna þess að hann er þjálfarinn í dag, en þetta er mikið Óla og Pétri að þakka ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Aron Einar.Kári Árnason talaði um landsliðið á árum áður sem staðnaðan vinaklúbb.vísir/epaLandsliðsmennirnir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem voru samherjar hjá Helsingborg í Svíþjóð á síðustu leiktíð, töluðu um menninguna í kringum landsliðið í viðtali við Helsingborgs Dagblad á síðasta ári. Þar sögðu þeir landsliðsferðir fyrir nokkrum árum hafa snúist um vinahittinga og að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. Guðlaugur Victor sagði orð þeirra slitin úr samhengi eftir að viðtalið birtist. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var í viðtali í sama þætti og Aron Einar í síðustu viku og lýsti þar landsliðinu áður en Lagerbäck tók við sem stöðnuðum vinaklúbbi. Fyrirliðinn vísar ummælum Arnórs og Victors til föðurhúsanna, en tekur fram að hann trúir ekki að þeir hafi látið þetta út úr sér og orð þeirra hafi verið rangtúlkuð.Landsliðsfyrirliðinn er búinn að spila 50 leiki.vísir/andri marinó„Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Þeir fóru í viðtal og kannski var eitthvað mistúlkað hjá þeim. Þetta voru engar fyllerísferðir, ég get sagt þér það,“ segir Aron Einar. „Það kom fyrir að menn kíktu út á lífið eftir leiki þegar þeir fengu leyfi. Það var ekkert að því. Þetta er kannski orðið aðeins atvinnumannslegra umhverfi þar sem við erum með atvinnuþjálfara sem hefur gengið gegnum ýmislegt með Svíþjóð.“ „Hann hefur brennt sig á hlutum sem hafa komið fyrir áður eins og þegar hann þurfti að senda Zlatan heim. Hann hefur brennt sig á því og þess vegna er þetta allt á hreinu. Á sínum tíma fengu menn leyfi til að kíkja út, fara í bíó, það var allt í lagi.“ „Það fór í taugarnar á mér að sjá þetta á netinu en ég held þeir hafi ekkert verið að segja þetta. Þetta var mistúlkað en þeir hafa kannski nefnt þetta einhvernveginn.“ „Ég ber engan kala til þeirra; Gulla og Arnórs Smára. Þetta eru flottir gaurar og ég held að þeir séu aldrei að fara að skíta út liðsfélaga sína í landsliðinu. Það er ekki séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allan þáttinn má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilaði 50. landsleikinn sinn á dögunum þegar Ísland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í Astana. Aron Einar fékk fyrst tækifæri í landsliðinu þegar hann byrjaði leik á móti Hvíta-Rússlandi á æfingamóti á Möltu árið 2008. Hann var þá 18 ára gamall. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá landsliðsþjálfari karla og gaf mikið af ungum leikmönnum tækifæri í liðinu, en fyrir það er Aron honum og aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni þakklátur. „Ég fékk tækifærið á sínum tíma hjá Óla Jóh og Pétri. Það var þvílík snilld hjá þeim að koma öllum þessum leikmönnum af stað. Við værum ekki þar sem við erum í dag hefðu þeir ekki komið okkur öllum inn og gefið okkur sénsinn,“ segir Aron Einar í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut.Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska liðinu áður en Lars Lagerbäck tók við.vísir/afpÓlafur og Pétur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri, en nokkur fjöldi landsliðsmanna hefur talað um það hversu miklu betra allt sé í kringum liðið undir stjórn Lars Lagerbäcks en það var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þetta líkar Aroni illa. „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar ég sé leikmenn vera að tala illa um fyrrverandi þjálfarana sína. Þó það gekk ekki vel voru þetta mennirnir sem komu okkur af stað og gáfu okkur tækifæri,“ segir Aron Einar. „Það var kominn tími á kynslóðaskipti. Það var mikil breyting á þeim tíma og núna erum við að ná úrslitum. Auðvitað fær Lars allan heiðurinn vegna þess að hann er þjálfarinn í dag, en þetta er mikið Óla og Pétri að þakka ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Aron Einar.Kári Árnason talaði um landsliðið á árum áður sem staðnaðan vinaklúbb.vísir/epaLandsliðsmennirnir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem voru samherjar hjá Helsingborg í Svíþjóð á síðustu leiktíð, töluðu um menninguna í kringum landsliðið í viðtali við Helsingborgs Dagblad á síðasta ári. Þar sögðu þeir landsliðsferðir fyrir nokkrum árum hafa snúist um vinahittinga og að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. Guðlaugur Victor sagði orð þeirra slitin úr samhengi eftir að viðtalið birtist. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var í viðtali í sama þætti og Aron Einar í síðustu viku og lýsti þar landsliðinu áður en Lagerbäck tók við sem stöðnuðum vinaklúbbi. Fyrirliðinn vísar ummælum Arnórs og Victors til föðurhúsanna, en tekur fram að hann trúir ekki að þeir hafi látið þetta út úr sér og orð þeirra hafi verið rangtúlkuð.Landsliðsfyrirliðinn er búinn að spila 50 leiki.vísir/andri marinó„Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Þeir fóru í viðtal og kannski var eitthvað mistúlkað hjá þeim. Þetta voru engar fyllerísferðir, ég get sagt þér það,“ segir Aron Einar. „Það kom fyrir að menn kíktu út á lífið eftir leiki þegar þeir fengu leyfi. Það var ekkert að því. Þetta er kannski orðið aðeins atvinnumannslegra umhverfi þar sem við erum með atvinnuþjálfara sem hefur gengið gegnum ýmislegt með Svíþjóð.“ „Hann hefur brennt sig á hlutum sem hafa komið fyrir áður eins og þegar hann þurfti að senda Zlatan heim. Hann hefur brennt sig á því og þess vegna er þetta allt á hreinu. Á sínum tíma fengu menn leyfi til að kíkja út, fara í bíó, það var allt í lagi.“ „Það fór í taugarnar á mér að sjá þetta á netinu en ég held þeir hafi ekkert verið að segja þetta. Þetta var mistúlkað en þeir hafa kannski nefnt þetta einhvernveginn.“ „Ég ber engan kala til þeirra; Gulla og Arnórs Smára. Þetta eru flottir gaurar og ég held að þeir séu aldrei að fara að skíta út liðsfélaga sína í landsliðinu. Það er ekki séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira