Hlustar mest á gullaldartónlist: "Afi kom með þrjá kassa af vínylplötum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. apríl 2015 16:46 Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Saga Matthildur Árnadóttir vakti verðskuldaða athygli þegar hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hún lenti í þriðja sæti keppninnar og varð hlutskörpust í símakosningu um vinsælasta atriðið. „Ég bý í Hlíðunum en fór í FG til að fara á leiklistarbrautina þar,“ sagði Saga Matthildur en hún var í spjalli við Harmageddon á X-977 í morgun. Saga var að auki yngsti keppandi söngkeppninnar. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Matthildar en hún notar hana til að takast á við kvíðaröskun sem hún glímir við. Þegar hún var sem verst átti hún erfitt með að fara í skólann. „Spila oft á gítarinn til að róa mig niður.“ „Það var rosalega erfitt að skrá mig í undankeppnina í FG. Ég ákvað að skrá mig svona af því bara. Mig langar að koma fram í framtíðinni og vissi að ég þyrfti einhverntíman að takast á við þetta. Þannig af hverju ekki núna bara?“ Uppáhaldstónlistarmenn hennar eru gullaldarmúsíkantar á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd og Jimi Hendrix. „Þegar ég fékk vínylspilara þá heyrði ég í afa og spurði hvort hann ætti ekki einhverjar plötur handa mér. Hann kom með einhverja þrjá kassa handa mér af plötum og ég hef mest hlustað á það.“ Í Harmageddon greip Saga í gítarinn og flutti lagið sem hún söng á söngkeppninni, Lay Me Down með Sam Smith. Saga er einnig með síðu á Facebook þar sem hún deilir tónlistinni sinni en síðuna má skoða hér.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01 MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 „Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith. 14. apríl 2015 00:01
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
„Hélt að Saga myndi hafa þetta" Menntaskólamærin Karólína Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði Söngkeppni framhaldskólanna á laugardag, hún var þó ekki allveg viss um að þetta myndi takast á lokasprettinum. 13. apríl 2015 12:00