Föstum skotum skotið í átt að Ísrael í nýju lagi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2015 20:00 Rappararnir tíu sem taka þátt í laginu. „Ég gerði upprunalega lagið með gæjum sem heita Dusk og þeir gera líka þetta nýja remix,“ segir Erpur Eyvindarson einnig þekktur sem BlazRoca. „Þeir eru alltaf aktívir og hafa meðal annars verið að gera stóran hluta af nýju plötunni hans Páls Óskars.“ Nýja lagið er remix af nýjustu smáskífu Erps, Warsaw Gettó Gaza, og með honum er einvala lið rappara sem flestir hafa verið virkir innan senunnar með reglulegu millibili. Í myndbandinu má einnig finna tengla á síður allra listamannanna sem taka þátt hvort sem það er á Facebook, SoundCloud eða öðrum miðli. „Þarna eru til að mynda Jakob Reynir sem var áður í Kritikal Mass með meðal annars Ágústu Evu og Úlfi Kolka. Úlfur tekur líka þátt í laginu. Vivid Brain, var með okkur á fyrstu Rottweiler plötunni og hefur minnt reglulega á sig síðan.“ Alexander Jarl er Vesturbæingur ættaður frá Palestínu. Yfirleitt hefur það efni sem hann hefur sent frá sér verið í léttari dúr en hér er hann útúrljónaður. Byrkir B, úr Forgotten Lores, og Mælginn eiga einnig sín vers í laginu. Þá á eftir að telja upp Sesar A en hans partur er vísun í framlag Ísrael til Eurovision 1987, Hubba Hulle, sem sannarlega hefur grafið sig fast í miðtaugakerfi landsmanna. Einnig má heyra í Bórilla sem rappaði áður með Dáðadrengjum og síðastan, en alls ekki sístan, ber að telja upp Bobba vandræðagemsa sem er búsettur í Danmörku. Hann er hálfgerð neðanjarðargoðsögn sem hefur heyrst lítið frá í talsverðan tíma. „Það er gaman að vinna með þessu fólki. Það eru margir að gera góða tónlist í undirgrundinni sem fréttist minna af í meginstraumnum. Það eru nokkur nöfn sem eru í öllum miðlum en ef kafað er aðeins dýpra má finna helling sem eru að gera svo mikið líka. Íslenskt hip hop er Kyrrahaf af hæfileikum og þá þarf oft að kafa dýpra til að finna risakolkrabbana.“ Næsta smáskífa frá Erpi er væntanleg um næstu mánaðarmót. „Hún verður kraftmikil en aðeins rólegri og persónulegri. Maður þarf að sinna því líka og ég veit að Warsaw Gettó Gaza hefur í bili slegið á hungur harða kjarnans í mínum aðdáendahópi,“ segir Erpur að lokum. Eurovision Tengdar fréttir „Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu. 18. desember 2014 19:29 Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 Aðstæður á Gaza svæðinu í brennidepli í nýjasta myndbandi Blaz Roca Myndband við nýtt lag rapparanna Blaz Roca og Class B var tekið upp af Bryndísi Silju Pálmadóttur á Gazasvæðinu. Lagið er hörð ádeila á ástandið í Ísrael og Palestínu. 7. mars 2015 11:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Sjá meira
„Ég gerði upprunalega lagið með gæjum sem heita Dusk og þeir gera líka þetta nýja remix,“ segir Erpur Eyvindarson einnig þekktur sem BlazRoca. „Þeir eru alltaf aktívir og hafa meðal annars verið að gera stóran hluta af nýju plötunni hans Páls Óskars.“ Nýja lagið er remix af nýjustu smáskífu Erps, Warsaw Gettó Gaza, og með honum er einvala lið rappara sem flestir hafa verið virkir innan senunnar með reglulegu millibili. Í myndbandinu má einnig finna tengla á síður allra listamannanna sem taka þátt hvort sem það er á Facebook, SoundCloud eða öðrum miðli. „Þarna eru til að mynda Jakob Reynir sem var áður í Kritikal Mass með meðal annars Ágústu Evu og Úlfi Kolka. Úlfur tekur líka þátt í laginu. Vivid Brain, var með okkur á fyrstu Rottweiler plötunni og hefur minnt reglulega á sig síðan.“ Alexander Jarl er Vesturbæingur ættaður frá Palestínu. Yfirleitt hefur það efni sem hann hefur sent frá sér verið í léttari dúr en hér er hann útúrljónaður. Byrkir B, úr Forgotten Lores, og Mælginn eiga einnig sín vers í laginu. Þá á eftir að telja upp Sesar A en hans partur er vísun í framlag Ísrael til Eurovision 1987, Hubba Hulle, sem sannarlega hefur grafið sig fast í miðtaugakerfi landsmanna. Einnig má heyra í Bórilla sem rappaði áður með Dáðadrengjum og síðastan, en alls ekki sístan, ber að telja upp Bobba vandræðagemsa sem er búsettur í Danmörku. Hann er hálfgerð neðanjarðargoðsögn sem hefur heyrst lítið frá í talsverðan tíma. „Það er gaman að vinna með þessu fólki. Það eru margir að gera góða tónlist í undirgrundinni sem fréttist minna af í meginstraumnum. Það eru nokkur nöfn sem eru í öllum miðlum en ef kafað er aðeins dýpra má finna helling sem eru að gera svo mikið líka. Íslenskt hip hop er Kyrrahaf af hæfileikum og þá þarf oft að kafa dýpra til að finna risakolkrabbana.“ Næsta smáskífa frá Erpi er væntanleg um næstu mánaðarmót. „Hún verður kraftmikil en aðeins rólegri og persónulegri. Maður þarf að sinna því líka og ég veit að Warsaw Gettó Gaza hefur í bili slegið á hungur harða kjarnans í mínum aðdáendahópi,“ segir Erpur að lokum.
Eurovision Tengdar fréttir „Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu. 18. desember 2014 19:29 Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 Aðstæður á Gaza svæðinu í brennidepli í nýjasta myndbandi Blaz Roca Myndband við nýtt lag rapparanna Blaz Roca og Class B var tekið upp af Bryndísi Silju Pálmadóttur á Gazasvæðinu. Lagið er hörð ádeila á ástandið í Ísrael og Palestínu. 7. mars 2015 11:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Sjá meira
„Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu. 18. desember 2014 19:29
Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49
Aðstæður á Gaza svæðinu í brennidepli í nýjasta myndbandi Blaz Roca Myndband við nýtt lag rapparanna Blaz Roca og Class B var tekið upp af Bryndísi Silju Pálmadóttur á Gazasvæðinu. Lagið er hörð ádeila á ástandið í Ísrael og Palestínu. 7. mars 2015 11:30