Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 09:45 Kári Árnason segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu nú en á árum áður. vísir/epa Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins. Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins.
Íslenski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira