RIFF í samstarf við Litháen: Leita að fimm ungum kvikmyndagerðarmönnum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2015 10:49 Hallfríður Þóra er yfir verkefninu fyrir Íslands hönd. Á myndinni má sjá staðinn sem kvikmyndagerðarmennirnir ungu koma til með að heimsækja. Mynd/AlexBergmann/RIFF „Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið. RIFF Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið.
RIFF Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira