Óskar Örn var lánaður til kanadíska félagsins FC Edmonton og var lánssamningurinn út árið. Hann átti því ekkert að spila með KR í sumar.
Félagið tilkynnti hins vegar á síðu sinni áðan að Óskar Örn hefði verið leystur undan samningi og væri á leið heim til Íslands. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins í síðasta leik og á bekknum þar á undan. Kantmaðurinn var líklega ekki ánægður með það.
Gríðarleg tíðindi og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikill styrkur þetta er fyrir KR.
#FCEd News: #Eddies release midfielder Hauksson for Icelandic season return - http://t.co/fZyWlT06sf pic.twitter.com/aalQK7A2pQ
— FC Edmonton (@FCEdmontonNow) April 24, 2015