Heimir Helgason, Pétur Lentz og Snorri Bjarnvin Jónsson gerðu myndbandið en í því leikur Björn Ingi Hafliðason flugstjóra sem er ekki allur sem hann er séður. Utan vallar virðist hann spila sig sem flugstjóra en er þó í öðru hlutverki í flugvélinni sjálfri þegar allt kemur til alls.
Myndbandið er spaugilegt en undir hljómar karókí útgáfa af Eurovision-laginu „This is my life.“ Að neðan má sjá myndbandi og einnig myndband með gerð myndbandsins.
185 þúsund hafa horft á myndbandið á YouTube sem ber titilinn Captain Gorgeous.
Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube en það má þó sjá hér að neðan.