Sport

Aníta keppir í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR en Kári Steinn verður ræsir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli
Aníta Hinriksdóttir, besta millivegalengdahlaupakona landsins, verður meðal keppenda í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta en þetta kemur fram í frétttilkynningu frá ÍR-ingum.

Aníta sigraði í kvennaflokki í Víðavangshlaupi ÍR árin 2012 og 2013 og á því  möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera enn ung að árum. Líklegustu keppninautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR þær María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir.

Kári Steinn Karlsson ÍR besti langhlaupari landsins keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi aðeins tveimur dögum eftir Víðavangshlaup ÍR.  

Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR á ræsa hlaupið kl. 12:00 á fimmtudag í Tryggvagötu.  

Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson ÍR, Sæmundur Ólafsson ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson UFA og Ingvar Hjartarson Fjölni.

Metþátttaka verður í hlaupinu og fleiri forskráðir nú þegar en hlupu í fjölmennasta hlaupinu til þessa.

Allar upplýsingar um hlaupið er að finna hér á heimasíðu Frjálsíþróttadeildar ÍR og á Facebooksíðu hlaupsins.


Tengdar fréttir

Aníta: Aðalmarkmiðið var að komast í úrslit

Aníta Hinriksdóttir lenti í 5. sæti í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Prag. Hún kom í mark á tímanum 2:02,74 mínútum. Aníta er reynslunni ríkari og segist mæta sterkari til leiks á næstu stórmótum.

Aníta í fimmta sæti

Aníta náði ekki á pall í Prag í úrslitunum, en hún varð í fimmta sæti af fimm keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×