Pepsi-deildarlið Víkings fer nýjar leiðir í að hvetja fólk til að kaupa ársmiða á Víkingsvöllinn í sumar.
Leikmenn liðsins, þjálfarar og liðsstjórar skelltu sér í hljóðver þar sem þeir sungu viðlagið fræga úr laginu Barfly með Jeff Who?
Lagið gerði allt vitlaust á sínum tíma og hafa Víkingar notað viðlagið sem markastef á Víkingsvellinum í mörg ár enda söngvarinn fyrrverandi leikmaður liðsins.
Bjarni Lárus Ball, eða Baddi í Jeff Who? var öflugur knattspyrnumaður á sínum tíma sem spilaði allan sinn meistaraflokksferil í Víkinni.
Hann spilaði 110 leiki fyrir Víking í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins og bikarnum og skoraði níu mörk.
Fyrsti heimaleikur Víkings verður á sunnudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Val klukkan 19.15. Víkingar byrjuðu Pepsi-deildina á sögulegum sigri í Keflavík, en Valur tapaði fyrir nýliðum Leiknis á heimavelli.
Þetta skemmtilega myndband má sjá í spilaranum hér að ofan.
Karlakórinn Víkingur syngur Barfly með Badda Hall
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
