Handbolti

Karólína og Laufey úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laufey Ásta er tognuð í kálfa.
Laufey Ásta er tognuð í kálfa. vísir/valli
Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu að undanförnu.

Seltirningar tóku forystuna í einvíginu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fyrsta leik liðanna á þriðjudaginn. Gróttukonur urðu þó fyrir áfalli snemma leiks þegar Karólína Bæhrenz Lárudóttir haltraði af velli og kom ekkert meira við sögu eftir það.

Í ljós kom að hornamaðurinn öflugi er tognuð aftan í læri og bættist þar með á meiðslalista Gróttu þar sem fyrir voru þær Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir.

Anett hefur ekkert spilað síðan í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV en Laufey lék fjórða og fimmta leikinn gegn Eyjakonum og skoraði í þeim samtals 16 mörk.

Hún spilaði hins vegar ekkert í seinni hálfleik á þriðjudaginn og útséð er með frekari þátttöku hennar og Karólínu í úrslitaeinvíginu.

„Það eru engar líkur á að þær spili meira í vetur. Núll prósent,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi í gær.

„Karólína er tognuð aftan í læri. Þetta gæti verið verra en þetta er tognun í vægara lagi. En hún fer ekkert af stað fyrr en eftir 10-14 daga í fyrsta lagi og ef þú ferð of snemma af stað geturðu tognað eða rifið meira ,“ sagði Kári ennfremur en úrslitaeinvígigð klárast í síðasta lagi föstudaginn 15. maí.

Laufey glímur við kálfameiðsli en hún píndi sig í gegnum síðustu tvo leikina við ÍBV og fyrri hálfleikinn á þriðjudaginn.

„Laufey er mjög illa farin og í raun verr en Karólína. Henni líður allavega verr í dag (í gær). Laufey er tognuð aftan í kálfa og hefur verið að glíma það í fimm vikur.

„Hún hefur spilað síðustu tvo og hálfan leik á hörkunni en framlengdi oddaleikurinn við ÍBV tók sinn toll. Svo voru aðeins þrír dagar á milli hans og fyrsta leiks gegn Stjörnunni. Maður vissi að þetta héngi á bláfræði.“

Góðu fréttirnir eru þó þær að Anett gæti möguleika leikið með Gróttu í komandi leikjum og þá fékk Eva Margrét Kristinsdóttir ekki leikbann fyrir rauða spjaldið sem hún fékk í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni.

„Ég er bjartsýnni með hana en hinar tvær. Hún fór í ákveðna meðferð í byrjun vikunnar og það eru einhverjar líkur á hún geti hjálpað okkur,“ sagði Kári en hin 37 ára gamla Anett hefur glímt við hnémeiðsli í allan vetur.

„Það er jákvætt að Eva Margrét fór ekki í bann. Það hefði verið eitthvað. En það þýðir ekki að gráta. Þetta er eins og þetta er,“ sagði Kári Garðarsson að lokum.

Annar leikur Gróttu og Stjörnunnar er í Mýrinni í Garðabæ og hefst klukkan 19:30 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

ÍBV svaraði fyrir skellinn á Nesinu

ÍBV jafnaði metin í undanúrslitarimmunni við Gróttu með eins marks sigri, 30-29, í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×