Fjarvera ráðherra gagnrýnd: „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti” Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2015 19:45 Svandís Svavarsdóttir segir hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með algjörum ólíkindum. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“ Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira