Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 1-0 | Mark Þóris skildi liðin að Anton Ingi Leifsson skrifar 3. maí 2015 19:30 Fjölnir nældi sér í sín fyrstu þrjú stig í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði lánlaust lið ÍBV af velli í Grafarvogi í kvöld. Þórir Guðjónsson skoraði eina markið leiksins í upphafi síðari hálfleiks, en lokatölur 1-0. Heimamenn voru mikið betri aðilinn. Þeir sköpuðu sér þó ekki fjöldan allan af færum, en voru þó meira með boltann. ÍBV komst lítt áleiðis gegn sterkum varnarleik Fjölnis og lokaniðurstaðan því 1-0 sigur Fjölnis. Fjölnismenn voru með tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik. Þeir voru skipulagðir til baka, en þeir voru með óvænt útspil. Arnór Eyvar Ólafsson og Gunnar Már Guðmundsson voru báðir meiddir svo Ágúst Gylfason þurfti að hrista upp í sínu liði. Viðar Ari Jónsson spilaði sem vinstri bakvörður og nýji miðvörðurinn, Daniel Ivanovski, spilaði sem hægri bakvörður. Sóknaruppbygging ÍBV gekk ekki vel. Þeim gekk bölvanlega að halda boltanum innan síns liðs. Þeir náðu ekki að skapa sér mikið og fyrsta þeirra alvöru tækifæri, ef svo mætti kalla, kom á 35. mínútu þegar Mees Siers þrumaði boltanum í varnarmann og aftur fyrir. Þórir Guðjónsson skallaði boltann í slá eftir vel heppnaða sókn Fjölnismanna, en annars var fyrri hálfleikurinn tíðindarlítill. Staðan því markalaus í hálfleik, en Fjölnismenn voru mikið sterkari þó færin hefðu getað verið talin á annari hendi. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum, en fyrsta markið kom í upphafi síðari hálfleiks. Guðmundur Karl Guðmundsson, sem spilaði sem fremsti miðjumaður, gaf þá frábæra sendingu inn fyrir á Þóri Guðjónsson sem rak boltann að markinu og lagði hann framhjá Guðjóni Orri sem stóð í marki ÍBV. Fjölnismenn komnir í forystu, fyllilega sanngjarnt. Eftir það fóru gestirnir frá Vestmannaeyjum að færa sig örlítið framar á völlinn og við það mynduðust gloppur í þeirra varnarleik. Aron Sigurðarson átti skot i varnarmann og slá, en Aron var afar frískur í leiknum. Devon Már Griffin, ungur hægri bakvörður ÍBV, átti í smá vandræðum með Aron, sérstaklega þegar Aron fékk að koma á Devon einn á einn með mikið af svæði í kringum sig. Annars komst Devon ágætlega frá sínu verki. Fjölnismenn náðu ekki að skora annað markið og undir lokin íþyngdist pressan að þeirra marki. Jonathan Glenn fékk lang, lang besta tækifæri ÍBV til að skora, en hann pikkaði boltanum í slánna eftir darraðadans í teig Fjölnis. Það var eitt af tveimur til þremur færum ÍBV sem hægt er að telja í leiknum sem er afar léleg frammistaða fram á við. Lokatölur urðu 1-0 sigur Fjölnis og mark Þóris skildi liðin að. Frammistaða heimamanna var til fyrirmyndar. Varnarleikurinn og miðjan hélst vel í hendur og ÍBV komst lítt áleiðis. Ólafur Páll Snorrason var magnaður sem djúpur miðjumaður hjá Fjölni og elgtanaði lánsmaðurinn frá FH, Emil Pálsson, skilaði sínu. Daniel Ivanovski spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu í hægri bakverðinum og átti afar góðan leik sem og Bergsveinn í vörninni svo einhverjir séu nefndir. Sóknarlega eru þeir með unga, hraða og spennandi leikmenn sem skila sínu. Ef mark á að taka á þessum fyrsta leik í mótinu þurfa Eyjamenn að hafa áhyggjur. Bjarni Gunnarsson, Jonathan Glenn og Víðir Þorvarðarson byrjuðu allir inná í fremstu víglínu og sáust ekki. Gjörsamlega týndir og það kom ekkert út úr þeim. Það hjálpaði þeim ekkert að boltinn kom nánast aldrei fram völlinn, en sóknaruppbyggingin hjá ÍBV var ekki til að hrópa húrra fyrir. Varnarleikurinn var skárstur hjá gestunum, sem þurfa að spila mikið betur ef ekki á illa að fara gegn Stjörnunni í annari umferð.Þórir: Góð tilfinning að hafa klárað þennan leik „Þetta var virkilega góð tilfinning að hafa klárað þennan leik og sérstaklega að skora sigurmarkið sjálfur," sagði Þórir Guðjónsson, hetja Fjölnis, í leikslok. „Ég var virkilega ánægður. Mér fannst við vera að spila virkilega vel og vorum að ná vel saman." „Við vorum að skapa hættuleg færi sérstaklega í fyrri hálfleik, en eftir færið duttum við aðeins niður." Fjölnir yfirspilaði ÍBV á löngum köflum í leiknum, en komu yfirburðir Fjölnis Þóri á óvart? „Nei, í rauninni ekki. Við erum með flottan mannskap og þetta var okkar dagur í dag. Við vorum vel undirbúnir og fórum eftir því sem Gústi lagði upp," „Vonandi! Ég vona það allaveganna. Þetta var mjög gaman og ég reyni að skora eins mörg mörk og ég get," sagði Þórir í leikslok.Ágúst:Maður var alltaf stressaður „Ég var mest ánægðastur með að halda hreinu. Það var gott að skora eitt mark þó ég hefði viljað hafa þau fleiri," voru fyrstu viðbrögð Ágústar Gylfasonar, þjálfara Fjölnis, í samtali við 365 í leikslok. „Þetta var góður sigur og við vorum mjög flottir. Þetta var góð liðsheild og ég var nokkuð ánægður með þennan leik." „Maður var alltaf stressaður og boltnn fór meðal annars í slána þarna undir lokin. Það fór aðeins um mann, en sannfærandi sigur fannst mér." „Ég var mjög ánægður með strákana hvernig þeir komu inn í leikinn. Við héldum þetta út alveg tímann." „Ég held að þeir hafi komist fyrst í sókn á 35. mínútu þannig að sýnir að það var góður karakter í liðinu og við börðumst fyrir öllu. Við uppskárum eftir því," en gefur þetta ekki góð fyrirheit fyrir sumarið? „Það gerir það, en þetta er bara fyrsti leikur. Við erum rétt að byrja, en ég var mjög ánægður með strákana og fólkið á vellinum." „Það var fullt af fólki á vellinum og þetta blessaða plaggat sem við sendum út er að virka greinilega. Fólk mætti á völlinn og stóð við orðin," sagði Ágúst að lokum. Fjallað var um plaggatið fræga í upphitunarþætti Pepsi-markanna á föstudag.Jóhannes: Mætum eins og menn í næsta leik „Frammistaðan er ekki nægilega góð. Við töpuðum í dag á móti góðu Fjölnisliði," sagði Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, í samtali við 365 í leikslok. „Það gekk allt upp sem þeir voru að gera. Það sem við reyndum að gera gekk engan veginn upp, en mér fannst við sýna vilja og baráttuþrek undir lokin." „Við spilum dálítið upp á þeirra styrkleika. Við erum að spila þetta of mikið í gegnum miðjuna þar sem þeir eru sterkastir og eru með mikið af mönnum að bíða eftir boltanum," sagði Jóhannes og sötraði Gatorade hundfúll. „Þar erum við að tapa boltanum og við fáum á okkur skyndisóknir í bakið. Við spilum þetta dálítið upp í hendurnar á þeim." „Við reyndum að breyta hlutunum aðeins í hálfleik og undir lokin náðum við að skapa smá hættu meðal annars sláarskot og eitthvað. Fjölnissigurinn var sanngjarn þó." „Við erum dálítið staðir. Við stöndum og bíðum og ætlum að sjá hvað er að fara gerast og svo förum við af stað og þá var það bara of seint." „Þeir voru á undan í fyrsta og annan bolta yfirleitt og það er yfirleitt að áskrift að maður verði undir." „Við vitum það allir sem sitjum niður í klefa að við getum miklu, miklu betur. Við förum vel yfir þennan leik og förum yfir hvað við þurfum að bæta fyrir næsta leik gegn Stjörnunni. Við mætum eins og menn í þann leik," voru lokaorð Jóhannesar í leikslok.Fjölnir - ÍBV: EinkunnirFjölnir (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Daniel Ivanosvki 7 (88. Guðmundur Böðvar Guðjónsson), Bergsveinn Ólafsson 7, Atli Már Þorbergsson 6, Viðar Ari Jónsson 6 - *Ólafur Páll Snorrason 8, Emil Pálsson 7, Guðmundur Karl Guðmundsson 6 - Aron Sigurðarson 7, Ragnar Leósson 6, Þórir Guðjónsson 7 (82. Mark Charles Magee (88. Magnús Pétur Bjarnason)).ÍBV (4-3-3): Guðjón Orri Sigurjónsson 6 - Devon Már Griffin 6 (74. Benedikt Októ Bjarnason -), Avni Pepa 5, Tom Even Skogsrud 5, Jón Ingason 5 - Andri Ólafsson 5, Mees Junior Siers 5, Gunnar Þorsteinsson 3 (68. Gauti Þorvarðarson 5) - Bjarni Gunnarsson 3 (55. Aron Bjarnason 5), Víðir Þorvarðarson 4, Jonathan Glenn 4.*Maður leiksins Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fjölnir nældi sér í sín fyrstu þrjú stig í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði lánlaust lið ÍBV af velli í Grafarvogi í kvöld. Þórir Guðjónsson skoraði eina markið leiksins í upphafi síðari hálfleiks, en lokatölur 1-0. Heimamenn voru mikið betri aðilinn. Þeir sköpuðu sér þó ekki fjöldan allan af færum, en voru þó meira með boltann. ÍBV komst lítt áleiðis gegn sterkum varnarleik Fjölnis og lokaniðurstaðan því 1-0 sigur Fjölnis. Fjölnismenn voru með tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik. Þeir voru skipulagðir til baka, en þeir voru með óvænt útspil. Arnór Eyvar Ólafsson og Gunnar Már Guðmundsson voru báðir meiddir svo Ágúst Gylfason þurfti að hrista upp í sínu liði. Viðar Ari Jónsson spilaði sem vinstri bakvörður og nýji miðvörðurinn, Daniel Ivanovski, spilaði sem hægri bakvörður. Sóknaruppbygging ÍBV gekk ekki vel. Þeim gekk bölvanlega að halda boltanum innan síns liðs. Þeir náðu ekki að skapa sér mikið og fyrsta þeirra alvöru tækifæri, ef svo mætti kalla, kom á 35. mínútu þegar Mees Siers þrumaði boltanum í varnarmann og aftur fyrir. Þórir Guðjónsson skallaði boltann í slá eftir vel heppnaða sókn Fjölnismanna, en annars var fyrri hálfleikurinn tíðindarlítill. Staðan því markalaus í hálfleik, en Fjölnismenn voru mikið sterkari þó færin hefðu getað verið talin á annari hendi. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum, en fyrsta markið kom í upphafi síðari hálfleiks. Guðmundur Karl Guðmundsson, sem spilaði sem fremsti miðjumaður, gaf þá frábæra sendingu inn fyrir á Þóri Guðjónsson sem rak boltann að markinu og lagði hann framhjá Guðjóni Orri sem stóð í marki ÍBV. Fjölnismenn komnir í forystu, fyllilega sanngjarnt. Eftir það fóru gestirnir frá Vestmannaeyjum að færa sig örlítið framar á völlinn og við það mynduðust gloppur í þeirra varnarleik. Aron Sigurðarson átti skot i varnarmann og slá, en Aron var afar frískur í leiknum. Devon Már Griffin, ungur hægri bakvörður ÍBV, átti í smá vandræðum með Aron, sérstaklega þegar Aron fékk að koma á Devon einn á einn með mikið af svæði í kringum sig. Annars komst Devon ágætlega frá sínu verki. Fjölnismenn náðu ekki að skora annað markið og undir lokin íþyngdist pressan að þeirra marki. Jonathan Glenn fékk lang, lang besta tækifæri ÍBV til að skora, en hann pikkaði boltanum í slánna eftir darraðadans í teig Fjölnis. Það var eitt af tveimur til þremur færum ÍBV sem hægt er að telja í leiknum sem er afar léleg frammistaða fram á við. Lokatölur urðu 1-0 sigur Fjölnis og mark Þóris skildi liðin að. Frammistaða heimamanna var til fyrirmyndar. Varnarleikurinn og miðjan hélst vel í hendur og ÍBV komst lítt áleiðis. Ólafur Páll Snorrason var magnaður sem djúpur miðjumaður hjá Fjölni og elgtanaði lánsmaðurinn frá FH, Emil Pálsson, skilaði sínu. Daniel Ivanovski spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu í hægri bakverðinum og átti afar góðan leik sem og Bergsveinn í vörninni svo einhverjir séu nefndir. Sóknarlega eru þeir með unga, hraða og spennandi leikmenn sem skila sínu. Ef mark á að taka á þessum fyrsta leik í mótinu þurfa Eyjamenn að hafa áhyggjur. Bjarni Gunnarsson, Jonathan Glenn og Víðir Þorvarðarson byrjuðu allir inná í fremstu víglínu og sáust ekki. Gjörsamlega týndir og það kom ekkert út úr þeim. Það hjálpaði þeim ekkert að boltinn kom nánast aldrei fram völlinn, en sóknaruppbyggingin hjá ÍBV var ekki til að hrópa húrra fyrir. Varnarleikurinn var skárstur hjá gestunum, sem þurfa að spila mikið betur ef ekki á illa að fara gegn Stjörnunni í annari umferð.Þórir: Góð tilfinning að hafa klárað þennan leik „Þetta var virkilega góð tilfinning að hafa klárað þennan leik og sérstaklega að skora sigurmarkið sjálfur," sagði Þórir Guðjónsson, hetja Fjölnis, í leikslok. „Ég var virkilega ánægður. Mér fannst við vera að spila virkilega vel og vorum að ná vel saman." „Við vorum að skapa hættuleg færi sérstaklega í fyrri hálfleik, en eftir færið duttum við aðeins niður." Fjölnir yfirspilaði ÍBV á löngum köflum í leiknum, en komu yfirburðir Fjölnis Þóri á óvart? „Nei, í rauninni ekki. Við erum með flottan mannskap og þetta var okkar dagur í dag. Við vorum vel undirbúnir og fórum eftir því sem Gústi lagði upp," „Vonandi! Ég vona það allaveganna. Þetta var mjög gaman og ég reyni að skora eins mörg mörk og ég get," sagði Þórir í leikslok.Ágúst:Maður var alltaf stressaður „Ég var mest ánægðastur með að halda hreinu. Það var gott að skora eitt mark þó ég hefði viljað hafa þau fleiri," voru fyrstu viðbrögð Ágústar Gylfasonar, þjálfara Fjölnis, í samtali við 365 í leikslok. „Þetta var góður sigur og við vorum mjög flottir. Þetta var góð liðsheild og ég var nokkuð ánægður með þennan leik." „Maður var alltaf stressaður og boltnn fór meðal annars í slána þarna undir lokin. Það fór aðeins um mann, en sannfærandi sigur fannst mér." „Ég var mjög ánægður með strákana hvernig þeir komu inn í leikinn. Við héldum þetta út alveg tímann." „Ég held að þeir hafi komist fyrst í sókn á 35. mínútu þannig að sýnir að það var góður karakter í liðinu og við börðumst fyrir öllu. Við uppskárum eftir því," en gefur þetta ekki góð fyrirheit fyrir sumarið? „Það gerir það, en þetta er bara fyrsti leikur. Við erum rétt að byrja, en ég var mjög ánægður með strákana og fólkið á vellinum." „Það var fullt af fólki á vellinum og þetta blessaða plaggat sem við sendum út er að virka greinilega. Fólk mætti á völlinn og stóð við orðin," sagði Ágúst að lokum. Fjallað var um plaggatið fræga í upphitunarþætti Pepsi-markanna á föstudag.Jóhannes: Mætum eins og menn í næsta leik „Frammistaðan er ekki nægilega góð. Við töpuðum í dag á móti góðu Fjölnisliði," sagði Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, í samtali við 365 í leikslok. „Það gekk allt upp sem þeir voru að gera. Það sem við reyndum að gera gekk engan veginn upp, en mér fannst við sýna vilja og baráttuþrek undir lokin." „Við spilum dálítið upp á þeirra styrkleika. Við erum að spila þetta of mikið í gegnum miðjuna þar sem þeir eru sterkastir og eru með mikið af mönnum að bíða eftir boltanum," sagði Jóhannes og sötraði Gatorade hundfúll. „Þar erum við að tapa boltanum og við fáum á okkur skyndisóknir í bakið. Við spilum þetta dálítið upp í hendurnar á þeim." „Við reyndum að breyta hlutunum aðeins í hálfleik og undir lokin náðum við að skapa smá hættu meðal annars sláarskot og eitthvað. Fjölnissigurinn var sanngjarn þó." „Við erum dálítið staðir. Við stöndum og bíðum og ætlum að sjá hvað er að fara gerast og svo förum við af stað og þá var það bara of seint." „Þeir voru á undan í fyrsta og annan bolta yfirleitt og það er yfirleitt að áskrift að maður verði undir." „Við vitum það allir sem sitjum niður í klefa að við getum miklu, miklu betur. Við förum vel yfir þennan leik og förum yfir hvað við þurfum að bæta fyrir næsta leik gegn Stjörnunni. Við mætum eins og menn í þann leik," voru lokaorð Jóhannesar í leikslok.Fjölnir - ÍBV: EinkunnirFjölnir (4-3-3): Þórður Ingason 6 - Daniel Ivanosvki 7 (88. Guðmundur Böðvar Guðjónsson), Bergsveinn Ólafsson 7, Atli Már Þorbergsson 6, Viðar Ari Jónsson 6 - *Ólafur Páll Snorrason 8, Emil Pálsson 7, Guðmundur Karl Guðmundsson 6 - Aron Sigurðarson 7, Ragnar Leósson 6, Þórir Guðjónsson 7 (82. Mark Charles Magee (88. Magnús Pétur Bjarnason)).ÍBV (4-3-3): Guðjón Orri Sigurjónsson 6 - Devon Már Griffin 6 (74. Benedikt Októ Bjarnason -), Avni Pepa 5, Tom Even Skogsrud 5, Jón Ingason 5 - Andri Ólafsson 5, Mees Junior Siers 5, Gunnar Þorsteinsson 3 (68. Gauti Þorvarðarson 5) - Bjarni Gunnarsson 3 (55. Aron Bjarnason 5), Víðir Þorvarðarson 4, Jonathan Glenn 4.*Maður leiksins
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira