Karlmanni var bjargað af botni Laugardalslaugar síðdegis í gær. Hann var fluttur á slysadeild með meðvitund en allt fór á besta veg samkvæmt dagbók lögreglu.
Maðurinn, sem er erlendur flogaveikur ferðamaður, vildi lítið gera úr veikindum sínum þegar lögreglumenn komu á slysadeild til að athuga líðan hans og vildi helst komast út af sjúkrahúsinu.
