„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2015 11:23 Fjölmargir hafa sótt sýningu Íslendinganna á Feneyjatvíæringnum og hér er Sverrir Agnarsson að ávarpa salinn -- en Sverrir sjálfur er hluti sýningarinnar. snorri ásmundsson Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga. Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Moskan eftir Christoph Büchel, hefur vakið mikla athygli og er umdeild. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslíma, segir að pólitísk öfl í Feneyjum vilji notfæra það hversu umdeilt verkið er sér til framdráttar. Mikil hrifning að sögn Sverris Innsetningin, eða gjörningurinn, Moskan hefur verið umdeild en sýningin opnaði fyrir fáeinum dögum. Lögregla og borgaryfirvöld í Feneyjum telja að hún kunni að ógna öryggi en verkið gengur út á að gamalli kirkju í borginni hefur verið breytt í mosku. Sverrir Agnarsson, formaður félags íslenskra múslima, er partur af innsetningunni og hann segir að þetta hafi verið fjörugt, þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann er staddur í Feneyjum. „Já, ég er verkið, eða hluti af verkinu,“ segir Sverrir. Menntamálaráðuneytið hafði samband við hann fyrir nokkrum mánuðum og óskaði eftir aðstoð hans við það að koma verkinu heim og saman. „En Christoph hefur unnið þetta algerlega sjálfur og gert það alveg frábærlega. Og hér er risin ein flottasta moska Evrópu. Það falla allir í stafi sem koma inn í hana.“ Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna, það er farið að róast núna en var mest fyrstu dagana. „En, það er jafn straumur. Það voru hér fimm eða sex þúsund manns við opnunina og aðeins rólegra núna og allir lýsa yfir hrifningu sinni.“ Það er reyndar ekki alveg nákvæmt hjá Sverri, því borgaryfirvöld og lögregla í Feneyjum hafa gert athugasemdir við sýninguna og sagt hana ógn við öryggi. „Já, eða... sko, borgaryfirvöld hafa að einhverju leyti unnið með sýningunni og það ber að þakka. Og þeim var aldrei bannað þetta en það er verið að reyna að aðskilja þetta. Að það megi ekki biðja þarna. En það er erfitt að segja að á þessum stað megi ekki biðja til guðs. Það er afskaplega sérkennileg skipun. Og það er verið að reyna að koma því á að þessi kirkja hafi aldrei verið afhelguð. En, afhelgun er ekki til og það rak nú Helgi okkar Hós sig illilega á þegar hann var að reyna að afskíra sig. Það eru ekki til slíkar athafnir. En, svo fundust einhverjir pappírar í gær sem segja það að þessi kirkja var seld til veraldlegra nota 1973,“ segir Sverrir sem telur að þar með sé sá Þrándur úr götunni. Sýningin blandast í komandi kosningar En, það þýðir ekki að sýningin sé ekki í deiglunni eftir sem áður. Sverrir bendir á að kosningar muni eiga sér stað og pólitíkusar eru að reyna að notfæra sér væringar um gerninginn sér til framdráttar. „Núna 30. maí og nú hafa sprottið upp einhverjar Framsóknar... ég ætla ekki að segja kellingar, eitthvað svona Framsóknarfyrirbæri sem vilja nota sér þetta til pólitísks framdráttar,“ segir Sverrir og vísar til umræðu sem geisaði á Íslandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga; þegar oddviti Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, átti sviðið eftir umdeild ummæli sem snéru að moskubyggingum í Reykjavík. Sýningin stendur í sjö mánuði og ætlar Sverrir að reyna að vera viðloðandi hana þann tíma. „Ég er reyndar á leiðinni til Saudi Arabíu og Kúveit, ég ætla að fara í svokallaða heimsókn til mekka sem er trúarleg heimsókn sem tekur þrjá daga.
Feneyjatvíæringurinn Framsóknarflokkurinn Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“