Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Anett Köbli fagnar Lovísu Thompson en 22ja ára aldursmunur er á þeim. vísir/valli Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti