Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2015 21:24 Mynd New York Times innan úr moskunni. Sverrir Agnarsson sést fyrir miðju. Mynd/New York Times Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“ Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“
Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54