Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, tapaði fyrsta heimaleiknum sem þjálfari Eyjaliðsins í gær þegar Stjörnumenn sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja.
Stjarnan vann þá 2-0 sigur og Eyjamenn eru því bæði markalausir og stigalausir í fyrstu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.
Jóhannes Harðarson varð um leið sjöundi þjálfari ÍBV-liðsins í röð sem nær ekki að vinna sinn fyrsta heimaleik í úrvalsdeildinni af þeim þjálfurum liðsins sem hafa ekki verið frá Vestmannaeyjum.
Eyjamennirnir sem hafa tekið við þjálfun ÍBV-liðsins hafa hinsvegar byrjað vel síðustu ár. ÍBV vann þannig 4-1 sigur á Breiðaliki í fyrsta leiknum undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar og bæði 2-1 sigur á Grindavík í ágúst 2006 og 4-1 sigur á ÍA í september 2002 í fyrstu heimaleiknum undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Heimir tók tvisvar við ÍBV-liðinu.
Síðasti þjálfarinn til að vinna fyrsta heimaleikinn í Eyjum var Bjarni Jóhannsson sumarið 1997 en ÍBV vann 3-1 sigur á þá ríkjandi Íslandsmeisturum ÍA í fyrsta heimaleiknum á Íslandsmeistaraárinu 1997. Atli Eðvaldsson vann líka eftirminnilegan sigur á Val tveimur árum áður.
Fyrstu heimaleikir þjálfara ÍBV sem eru ekki frá Eyjum (Frá 1993):
Jóhannes Harðarson 2015: 0-2 tap fyrir Stjörnunni
Sigurður Ragnar Eyjólfsson 2014: 1-2 tap fyrir Stjörnunni
Magnús Gylfason 2012: 0-0 jafntefli við Breiðablik
Guðlaugur Baldursson 2005: 2-3 tap fyrir Keflavik
Magnús Gylfason 2003: 2-3 tap fyrir KA
Njáll Eiðsson 2001: 0-0 jafntefli við FH
Kristinn R. Jónsson 2000: 2-2 jafntefli við Fylki
Bjarni Jóhannsson 1997: 3-1 sigur á ÍA
Atli Eðvaldsson 1995: 8-1 sigur á Val
Jóhannes Atlason 1993: 1-2 tap fyrir Fram
Bjarni vann fyrsta heimaleikinn fyrir 18 árum en enginn hefur unnið síðan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti


Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti

