Lars Lagerbäck, annar af þjálfurum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður í sérstakri tækninefnd UEFA (Technical Study Group) fyrir Evrópudeildina fyrir keppnistímabilið 2014 til 2015 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Tækninefnd UEFA hefur það hlutverk að greina ýmsa knattspyrnulega þætti í tengslum við leiki keppninnar, allt frá forkeppni að úrslitaleik, og kemur saman í tvo daga í kringum úrslitaleikinn sjálfan, sem fer fram í Varsjá þann 27. maí næstkomandi.
Seinni undanúrslitaleikirnir fara fram í vikunni, þar sem mætast Fiorentina og Sevilla annars vegar, og Dnipro og Napoli hins vegar.
Eins og við Íslendingar þekkjum vel þá hefur Lars Lagerbäck mikla þekkingu á fótbolta og ætti að vera á heimavelli þegar kemur að því að greina leiki keppninnar.
