Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari.
Fyrir leikinn var Wolfsburg með eins stigs forskot á Bayern, en Wolfsburg var að spila við liðið í þriðja sæti á meðan Bayern spilaði við liðið í því fimmta.
Melanie Leupolz og Vivianne Miedema skoruðu mörkin fyrir Bayern og lokatölur 2-0.
Dagný kom inná sem varamaður þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, en hún gekk í raðir Bayern í janúar frá Florida State háskólanum.
Bayern verður því meistari í bæði karla- og kvennaflokki, en þær vinna deildina með tveggja stiga mun.
Dagný þýskur meistari með Bayern
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
