Stóra leðurbuxnamálið: Borgarstjóra standa til boða buxur sem kepptu í Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 21:00 Ross Geller úr sjónvarsþáttunum Friends tengist fréttinni ekki beint. Vísir Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“ Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“
Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24
Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44
Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02