Stóra leðurbuxnamálið: Borgarstjóra standa til boða buxur sem kepptu í Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 21:00 Ross Geller úr sjónvarsþáttunum Friends tengist fréttinni ekki beint. Vísir Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“ Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“
Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24
Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44
Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02