Teiknaði Eurovision: Vinsælasta myndin hápólitísk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 16:45 Rán teiknaði keppnina í gær. Vísir/Instagram/Sigríður Þóra Rán Flygenring teiknari vakti athygli margra í gærkvöldi þegar hún tók sig til í þriðja skiptið og teiknaði Eurovision keppnina. Hún birti myndirnar á Instagram á meðan á keppninni stóð. „Maður nær náttúrulega ekki mikið að heyra af lögunum. En þetta er var mjög gaman og miklar undirtektir.“ voting pattern theory #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 #esc A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 3:03pm PDT Vinsælasta mynd Ránar var hápólitísk og í henni fólst ádeila á stigagjöf keppninnar. Rán segir vinsælustu myndirnar oftast fela í sér ádeilu. „Ég fékk í fyrsta skiptið svona neikvætt komment sem mér fannst æðislegt,“ sagði Rán hæstánægð. Neikvæðu ummælin voru á mynd af lettnesku söngkonunni þar sem hún sést syngja baðandi út öllum örmum, öllum níu. „Ég hef kannski verið eitthvað móðgandi við það framlag,“ viðurkenndi Rán. „Það er náttúrulega ekki hægt að þóknast öllum.“ Rán er starfandi teiknari en hún hóf að teikna viðburði af þessu tagi þegar hún starfaði sem hirðteiknari Reykjavíkurborgar sumarið 2011. „Þetta er hluti af svona hliðarverkefni sem ég hef verið að vinna í svolítinn tíma að teikna meira fréttatengt efni.“ Rán kallar þennan teiknistíl „illustrated journalism“ eða teikniblaðamennsku. flott lattvía #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:41pm PDT En fellur þetta undir skopmyndateikningar? „Þetta er ekki langt frá skopmyndateikningu en það er afar takmarkandi orð,“ svaraði Rán eftir nokkra umhugsun. Rán hefur teiknað ráðstefnu, brúðkaup, lífið í miðborg Reykjavíkur, hönnunarmars og meira að segja heimsókn í SOS barnaþorp í Zimbabve. smá kjólavesen hjà greece #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:24pm PDT „Það er alls konar sem hægt er að skrifa og svo eru ljósmyndir. Teikning er þarna á milli. Ljósmyndir eru oft teknar sem raunveruleiki þrátt fyrir að hann sé ekki endilega réttur. Hins vegar er enginn að ætlast til þess að teiknarinn teikni raunveruleikann. Fólk veit að þetta eru skilaboð teiknarans. Þannig felst í teikningu meira frelsi myndi ég segja, já.“ Eurovision söngvakeppnin var góð teikniæfing. Það þarf að vinna ansi hratt til þess að halda í við keppnina og því gefst lítill tími fyrir ritskoðun. Rán er stödd í Eistlandi um þessar mundir en hún teiknaði einmitt eistneska atriðið í gær. „Það var langskemmtilegast að teikna stóru konuna. Hvaðan var hún aftur?“ spyr Rán og á við söngkonuna Bojana Stamenov fá Serbíu. „Hún komst ekki fyrir á einni mynd,“ segir Rán glettin og hlær. serbia pt 1/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:52pm PDT serbia pt. 2/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:53pm PDT Eurovision Tengdar fréttir Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02 Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Rán Flygenring teiknari vakti athygli margra í gærkvöldi þegar hún tók sig til í þriðja skiptið og teiknaði Eurovision keppnina. Hún birti myndirnar á Instagram á meðan á keppninni stóð. „Maður nær náttúrulega ekki mikið að heyra af lögunum. En þetta er var mjög gaman og miklar undirtektir.“ voting pattern theory #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 #esc A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 3:03pm PDT Vinsælasta mynd Ránar var hápólitísk og í henni fólst ádeila á stigagjöf keppninnar. Rán segir vinsælustu myndirnar oftast fela í sér ádeilu. „Ég fékk í fyrsta skiptið svona neikvætt komment sem mér fannst æðislegt,“ sagði Rán hæstánægð. Neikvæðu ummælin voru á mynd af lettnesku söngkonunni þar sem hún sést syngja baðandi út öllum örmum, öllum níu. „Ég hef kannski verið eitthvað móðgandi við það framlag,“ viðurkenndi Rán. „Það er náttúrulega ekki hægt að þóknast öllum.“ Rán er starfandi teiknari en hún hóf að teikna viðburði af þessu tagi þegar hún starfaði sem hirðteiknari Reykjavíkurborgar sumarið 2011. „Þetta er hluti af svona hliðarverkefni sem ég hef verið að vinna í svolítinn tíma að teikna meira fréttatengt efni.“ Rán kallar þennan teiknistíl „illustrated journalism“ eða teikniblaðamennsku. flott lattvía #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:41pm PDT En fellur þetta undir skopmyndateikningar? „Þetta er ekki langt frá skopmyndateikningu en það er afar takmarkandi orð,“ svaraði Rán eftir nokkra umhugsun. Rán hefur teiknað ráðstefnu, brúðkaup, lífið í miðborg Reykjavíkur, hönnunarmars og meira að segja heimsókn í SOS barnaþorp í Zimbabve. smá kjólavesen hjà greece #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:24pm PDT „Það er alls konar sem hægt er að skrifa og svo eru ljósmyndir. Teikning er þarna á milli. Ljósmyndir eru oft teknar sem raunveruleiki þrátt fyrir að hann sé ekki endilega réttur. Hins vegar er enginn að ætlast til þess að teiknarinn teikni raunveruleikann. Fólk veit að þetta eru skilaboð teiknarans. Þannig felst í teikningu meira frelsi myndi ég segja, já.“ Eurovision söngvakeppnin var góð teikniæfing. Það þarf að vinna ansi hratt til þess að halda í við keppnina og því gefst lítill tími fyrir ritskoðun. Rán er stödd í Eistlandi um þessar mundir en hún teiknaði einmitt eistneska atriðið í gær. „Það var langskemmtilegast að teikna stóru konuna. Hvaðan var hún aftur?“ spyr Rán og á við söngkonuna Bojana Stamenov fá Serbíu. „Hún komst ekki fyrir á einni mynd,“ segir Rán glettin og hlær. serbia pt 1/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:52pm PDT serbia pt. 2/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:53pm PDT
Eurovision Tengdar fréttir Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02 Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02
Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11
Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44