Gista áfram á hótelinu en fæðispeningar falla niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2015 15:21 María Ólafsdóttir og félagar hafa skemmt landanum undanfarna daga og vikur í tengslum við Eurovision. Vísir/GVA Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman. Eurovision Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman.
Eurovision Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira