Það er ekki eitt, það er allt Benóný Harðarson skrifar 22. maí 2015 10:44 Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í miklum vandræðum á þessari stundu. Verkföll standa yfir og verkföll fleiri starfsstétta eru yfirvofandi. Allt að 100.000 manns gætu verið í verkföllum í byrjun júní. Ríkisstjórn ríka fólksins, sem nú situr, hefur ekki grænan grun um það hvernig hún á að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin. Ríkisstjórnin leggur áherslu á það þessa dagana að koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk svo hægt sé að selja okkar dýrmætu náttúru á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, skemma náttúruperlur og gefa þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma fokkjúputtann. Auk þess leggur ríkisstjórnin áherslu á það að koma makrílkvóta til útgerðarmanna, þar sem nýtingarrétturinn verður festur til sex ára. Þessi málefni leggja ríkisstjórnarflokkarnir mesta áherslu á þessa dagana. Á meðan silfurskeiðardrengirnir reyna að koma þessum málum í gegn fyrir auðvaldið sitja mun mikilvægari mál á hakanum. Verkföll aðildarmanna BHM hafa staðið í næstum sjö vikur, heilbrigðiskerfið á erfitt og enn meiri hætta er yfirvofandi því hjúkrunarfræðingar eru líka á leiðinni í verkföll. Enginn samningsvilji er þó hjá ríkinu. Þegar læknar voru í verkföllum var mikil áhersla lögð á það að semja við þá. „Læknar eru svo mikilvæg stétt,“ sögðu þeir sem stjórna landinu en nú, þegar fjölmennar kvennastéttir eins og geislafræðingar, ljósmæður og lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli í næstum sjö vikur, er samningsviljinn enginn. Maður spyr sig hvort karlremban sé að fara með silfurskeiðardrengina. Finnst þeim einfaldlega ekki jafn mikilvægt að konur fái sanngjörn laun fyrir sína vinnu? Karlremban er víða hjá þeim Sigmundi Davíð og Bjarna. Þeir hafa barið Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra til hlýðni, Bjarni hefur reynt að kúga Eygló Harðardóttur til að draga húsnæðisframvörp til baka, en hún hefur þó staðið í lappirnar í þessu máli. Það er þó ótrúlegt að hún sé ekki búin að segja af sér, því hún hefur greinilega engan stuðning frá þeim sem sitja með henni í ríkisstjórn. Á meðan á þessu öllu saman stendur reyna Samtök atvinnulífsins að plata launafólk til að lengja dagvinnutímabilið. Þeir ætla ekki að borga hærri laun - þeim finnst þeir brauðmolar sem þeir henda í fólk í dag nefnilega vera miklu meira en nóg. Þeir vilja að hinn almenni launamaður sé á skítalaunum svo að eigendur og stjórnendur fyrirtækja fái enn stærri hærri launatékka. Þú ert nefnilega ekki alvöru forstjóri nema að vera með að minnsta kosti tíföld laun verkamanna. Með þessum aðgerðum eykst ójöfnuður í samfélaginu enn meira Ríkisstjórnin sem nú situr er mynduð til að passa upp á hagsmuni þeirra ríku og hún er hættuleg samfélaginu okkar. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ætla að mylja niður heilbrigðiskerfið og einkavæða það, þeir ætla að tryggja að útgerðarmenn fái enn stærri hluta af kökunni, þeir ætla að tryggja það að náttúruperlur verði eyðilagðar svo hægt sé að selja ódýra orku til auðvaldsins, þeir ætla að tryggja það að ríka fólkið verði ríkara og fátækara fólkið fátækara og þeir ætla að tryggja það að launamunur kynjanna verði áfram viðvarandi. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá fyrir íslenskt samfélag, fyrir náttúruna, unga fólkið og komandi kynslóðir!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun