Ef María kemst áfram verður Ísland í úrslitum í 8. skiptið í röð Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2015 17:30 María Ólafsdóttir á blaðamannafundi í Vín. Vísir/EPA María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband. Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
María Ólafsdóttir stígur á svið í seinni undanriðli söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vín í Austurríki í kvöld. María flytur lagið Unbroken og verður tólfta á svið. María mun etja kappi við sautján þjóðir í kvöld en aðeins tíu þeirra komast í úrslitin sem fara fram á laugardag. Ef María kemst áfram þá verður þá verður það í áttunda skiptið í röð sem Ísland fer upp úr undanriðlinum. Það fyrirkomulag var tekið upp árið 2005 en þá sendi Ísland Selmu Björnsdóttur til Kænugarðs í Úkraínu með lagið If I Had Your Love. Ekki tókst henni að komast upp úr undanriðlinum. Árið eftir sendu Íslendingar Silvíu Nótt, sem Ágústa Eva lék, með lagið Congratulations sem hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Árið 2007 var öllu tjaldað til og Eiríkur Hauksson fenginn til að koma Íslendingum í fyrsta skiptið upp úr undanriðlinum með rokk og róli sem nefndist Valentine Lost. Ekki dugði framlag keppunnar í það skiptið og virtust Íslendingar úrkula vonar um að komast einhverntímann upp úr feni undankvöldanna. Árið 2008 var fyrirkomulaginu breytt og haldin tvö undankvöld í stað eins. Eurobandið mætti til leiks diskóslagarann This is my life árið 2008 og fór í úrslitin og hafa Íslendingar ekki litið til baka síðan. Ísland hefur sjö ár í röð komist í úrslitin en miðað við spá veðbanka er ekki útlit fyrir annað en María Ólafsdóttir muni fara í úrslitin ár, sem yrði þá áttunda skiptið í röð.2005 Selma If I Had Your Love Komst ekki áfram2006 Silvia Night Congratulations Komst ekki áfram2007 Eiríkur Hauksson Valentine Lost Komst ekki áfram2008 Euroband This Is My Life Áfram2009 Yohanna Is It True? Áfram2010 Hera Björk Je ne sais quoi Áfram2011 Sjonni's Friends Coming Home Áfram2012 Greta Salóme & Jónsi Never Forget Áfram2013 Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég á líf Áfram2014 Pollapönk No Prejudice Áfram2015 María Ólafsdóttir Unbroken ? Af þessu sjö skiptum sem Ísland hefur farið áfram hefur Ísland fjórum sinnum verið lesið upp síðast þegar tilkynnt er um hvaða þjóðir fara áfram og spurnig hvað gerist í kvöld. Á meðan beðið er eftir þeirri stundu er hægt að rifja þessi augnablik upp með því að horfa á þetta myndband.
Eurovision Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03 Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“ Blaðamenn sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir Maríu og laginu í hástert. 21. maí 2015 16:03
Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. 21. maí 2015 14:47