Vinna ÍBV og Keflavík sína fyrstu sigra? 31. maí 2015 06:00 Er komið að ÍBV að fagna sigri? vísir/andri marinó Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur ÍBV og Víkings sem hefst kl. 17:00. Víkingar ætla ekki að treysta á siglingar til Eyja í dag og munu því fljúga. ÍBV er enn án sigurs og þarf nauðsynlega að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér ekki að lenda í slæmum málum á leiktíðinni. Víkingar hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð og því er um þýðingarmikinn leik að ræða fyrir bæði lið. KR fær Keflavík í heimsókn en þessi lið munu spila tvo leiki á stuttum tíma því liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í byrjun júní. Keflvíkingar eru líkt og ÍBV án sigurs og hafa ekki byrjað deildina eins illa í 55 ár. KR er hins vegar ósigrað í síðustu fjórum leikjum. Fjölnir og ÍA mætast í Grafarvogi. Þessi lið hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi. FH fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kaplakrika. Þetta verður fjórði útileikur Leiknis í fyrstu sex umferðunum en liðið er enn taplaust á útivelli eftir fyrstu þrjú útileikina, gegn Val, Stjörnunni og ÍBV. FH situr hins vegar á toppi deildarinnar ásamt KR, með 10 stig. Í Árbænum mætast Reykjavíkurliðin Fylkir og Valur. Bæði lið hafa átt nokkru risjóttu gengi að fagna í upphafi leiktíðar og skortir stöðugleika í sína spilamennsku. Valsmenn eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar sem er klárlega ekki sæti sem þeir sætta sig við að enda í. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Stjörnunnar. Bæði lið erum níu stig og bæði lið eru taplaus á þessari leiktíð. Það er því óhætt að segja að von sé á spennandi leik á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30. Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur ÍBV og Víkings sem hefst kl. 17:00. Víkingar ætla ekki að treysta á siglingar til Eyja í dag og munu því fljúga. ÍBV er enn án sigurs og þarf nauðsynlega að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér ekki að lenda í slæmum málum á leiktíðinni. Víkingar hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð og því er um þýðingarmikinn leik að ræða fyrir bæði lið. KR fær Keflavík í heimsókn en þessi lið munu spila tvo leiki á stuttum tíma því liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í byrjun júní. Keflvíkingar eru líkt og ÍBV án sigurs og hafa ekki byrjað deildina eins illa í 55 ár. KR er hins vegar ósigrað í síðustu fjórum leikjum. Fjölnir og ÍA mætast í Grafarvogi. Þessi lið hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi. FH fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kaplakrika. Þetta verður fjórði útileikur Leiknis í fyrstu sex umferðunum en liðið er enn taplaust á útivelli eftir fyrstu þrjú útileikina, gegn Val, Stjörnunni og ÍBV. FH situr hins vegar á toppi deildarinnar ásamt KR, með 10 stig. Í Árbænum mætast Reykjavíkurliðin Fylkir og Valur. Bæði lið hafa átt nokkru risjóttu gengi að fagna í upphafi leiktíðar og skortir stöðugleika í sína spilamennsku. Valsmenn eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar sem er klárlega ekki sæti sem þeir sætta sig við að enda í. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Stjörnunnar. Bæði lið erum níu stig og bæði lið eru taplaus á þessari leiktíð. Það er því óhætt að segja að von sé á spennandi leik á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30.
Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira