Aðgerðirnar voru kynntar á fundi með blaðamönnum í Hörpu í dag en fundurinn var í beinni útsending, meðal annars hér á Vísi. Árni Páll segir að við fyrstu sýn sé margt gott í aðgerðunum.
„Þetta er í samræmi við það sem við lögðum upp með að svigrúmið yrði nýtt til þess að lækka erlendar skuldir,“ segir Árni Páll. Aðgerðirnar ættu að koma Framsóknarflokknum í eitthvað jarðsamband.
„Þetta er óravegur frá því sem Framsóknarflokkurinn sagði fyrir síðustu kosningar.“
Árni Páll minnir á að kostnaður við gjaldeyrishöftin hafi verið áætluð um 80-100 milljarðar króna á ári. Því hafi tvö ár farið í súginn enda allar forsendur legið fyrir og lýst nákvæmlega fyrir ríkisstjórnarkosningar vorið 2013.
Formaður Samfylkingarinnar skellti eftirfarandi skilaboðum inn á Facebook eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra höfðu lokið máli sínu á blaðamannafundinum.