Skoðun

Hvernig reiði festir rót

Birgir Fannar skrifar
Öll höfum við einhvertíma lent í því að verða reið yfir einhverju hvort sem það er

eitthvað sem einhver sagði eða gerði eða ósætti við hvað maður sjálfur sagði eða gerði.

Einkennið hinsvegar er að atburðurinn á eftir að spilast í höfðinu á manni fram og aftur þetta einhvernvegin festist bara þarna og það er ekki hægt að sleppa því að spá í atburðinum Áður enn þú veist af ertu búin að þræta svo lengi í huganum um þennan atburð að það fer að litast út í skap þitt.

Hættir að geta horft á góðan þátt því hugurinn er enn á fullu að þræta hvað gerðist. Og almennt einbeitni og hegðun tekur mikið högg því það fæst bara ekki friður til að einbeita sér.

Reiði er nefnilega það sterk tilfinning og ef hún nær að vera til langs tíma þá máttu taka eftir að reiðin sem þú finnur er ekki lengur um hvað upphaflega olli henni heldur er eins og hugurinn fari að leita eftir meiri brenniviði til að viðhalda reiðinni.

Allar ófarir yfir ævina eitthvað sem einhver sagði fyrir 10 árum það verður skyndilega eitthvað til að verða reiður út af svo dæmi sé nefnt.

Hefurðu einhvertíma verið að versla og séð einhvern gera stórt mál úr því að vara kostaði aðeins meira enn var merkt í hilluna og hefur þú líka undrað þig á því hvað er að fólki sem hagar sér svona gerandi stórmál úr smá óþægindum.

Þarna er einhver fastur í að vera reiður ef hugurinn fær engan frið og reiði verður sterkt afl hjá fólki þá verður það svona því reiðin er alltaf rétt undir yfirborðinu og það þarf ekki mikið til að hún gjósi.

Enn þá skyldi spyrja hvað er hægt að gera í þessu hvernig er hægt að stemma stigu við. Svarið við því er furðanlega einfalt rótin í þessu er að hugurinn er að reyna að útkljá hvernig á að bregðast við.Hvernig á ég að bregðast við núna eftir að þetta gerðist svo að segja og þess vegna spilast aftur og aftur það sem olli reiðinni.

Það sem dugir er að taka fasta afstöðu í huganum gagnvart því sem gerðist ákveddu algerlega hvað þér finnst og ekki vera hikandi. Einhver sagði eitthvað leiðinlegt við þig fínt þá er þér bara illa við viðkomandi og það þarf ekki að þræta það meir.

Þegar afstaða hefur verið tekin og þá þarf hugurinn ekki lengur að leita svara.

Og einmitt þegar þú hefur tekið afstöðu vittu til reiðin sem er búin að loga hjá þér á eftir að kulna von bráðar því án eldiviðar getur reiði ekki logað lengi.




Skoðun

Sjá meira


×