
„Tímabilið í fyrravor var ömurlegt, því eins og hann segir sjálfur, þá kemur fólk í neyslu ekki vel fram við þá sem standa því næst. Við Helgi Seljan stóðum ein eftir með þáttinn á herðunum. Ég hef sjaldan verið jafn fegin að komast í sumarfrí og þá erfiðu mánuði.“
Árið 2012 bauð Þóra sig fram gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hlaut þriðjung atkvæða. Það dugði þó ekki til sigurs í kosningunum. Þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir tilkynnti hún að hún myndi ekki bjóða sig aftur fram til forseta. Sú ákvörðun hefur ekki breyst.
„Hugurinn stefnir í aðrar áttir og ég hef ekki verið að nýta undanfarin ár til að undirbúa mig fyrir framboð aftur. Það er bara ekki þannig sem minn karakter virkar. Þetta reyndist ekki vera eitt af því sem ég mun gera í lífinu.“
Í MAN Magasín er einnig rætt við konur í kraftlyftingum og lesa má úttektir um höfuðhögg í íþróttum og hugverkastuld.