Lífið

Um 200 milljónir horfðu á Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Måns fékk 365 stig í Eurovision, sem er þriðji mesti stigafjöldi sem sigurvegari hefur fengið.
Måns fékk 365 stig í Eurovision, sem er þriðji mesti stigafjöldi sem sigurvegari hefur fengið. Vísir/getty
Um tvö hundruð milljónir manns horfðu á Eurovision keppnina í sjónvarpi. Það er um tveimur milljónum fleiri en árið 2014.

Eurovision-keppnin fór fram í Vín í Austurríki en þetta var í 60. skipti sem keppnin var haldin. María Ólafsdóttir tók lagið Unbroken fyrir hönd Íslendinga en hún komst ekki áfram upp úr undanúrslitakvöldinu.

Bein sjónvarpsútsending var í þrígang, þann 19., 21. og 23. maí. Alls horfði 197 milljónir á þessar þrjár útsendinga, sem eins og áður segir er tveimur milljónum fleiri en í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×