Hin sívinsæla hjólreiðakeppni Bláalónsþrautin var haldin í 20. sinn um síðustu helgi yfir 600 keppendur hjóluðu 60 kílómetra langa leið frá Ásvöllum í Hafnarfirði alla leið í Bláa Lónið.
Keppnin var gríðarlega sterk í ár og var það daninn Sören Nissen sem sigraði á nýju brautarmeti. Harður endasprettur var á milli annars og þriðja sætis og var það Ingvar Ómarsson sem kom á undan þýska atvinnumanninum Louis Wolfe. María Ögn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn og bætti sitt eigið brautarmen um tæpar 5 mínútur.
Við fylgdumst með stemningunni við endamarkið og heyrðum í sigurvegurum.
Úrslit
1. sæti karla: Sören Nissen 1:39:47
2. sæti karla: Ingvar Ómarsson 1:43:12
3. sæti karla: Louis Wolf 1:43:16
1. sæti kvenna: María Ögn Guðmundsdóttir 1:55:43
2. sæti kvenna: Björk Kristjánsdóttir 2:02:42
3. sæti kvenna: Kristrún Lilja Júlíusdóttir 2:06:26
Öll helstu úrslit mótsins má finna hér og nánari upplýsingar á heimasíðu Blue Lagoon Challenge
Einn allsherjar sprettur frá upphafi til enda í Bláalónsþrautinni
Tengdar fréttir

Hraði og spenna á Porsche Criterium mótinu
Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir urðu hlutskörpust.

Kia Gullhringurinn í júlí
Mottó Gullhringsins er: ,,Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir”.

Skemmtun og keppni í Epic brautinni í Öskjuhlíð
Fjallahjólakeppni Kría Cycles fór fram í gær í Epic brautinni í Öskjuhlíð, en hún er talin ein skemmtilegasta fjallahjólbraut landsins.

KexReið í þriðja sinn
Öryggi keppenda og annarra vegfarenda á keppnissvæði verður tryggt með götulokunum og öryggisgæslu á keppnishringnum.