Jóhannes Valgeirs: Menn eru skammaðir eins og hundar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:58 Jóhannes í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka fyrir fimm árum. vísir/valli Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, fór hörðum orðum um dómaranefnd KSÍ og formann hennar, Gylfa Þór Orrason, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Dómgæslan í Pepsi-deildinni hefur verið mikil til umræðu í sumar, nú síðast eftir að 8. umferð deildarinnar lauk í gær en óhætt er að segja að umræðan um störf þeirra hafi verið nokkuð neikvæð og ekki að ástæðulausu. „Mér finnst dómgæslan, af því sem ég hef séð, ekki hafa verið almennt slök. Margir leikir hafa verið fínt dæmdir,“ sagði Jóhannes. „En það hafa komið upp furðulega skrítin atvik sem eru oft á tíðum algjörlega úr karakter hjá dómurunum. Ég hef spurt mig hvað er að því við eigum góða og reynda dómara og aðstoðardómara. Af hverju lenda menn í svona atvikum sem eru alveg óútskýranleg? „Eina sem mér finnst, og ég horfi jafnmikið á dómarana og leikinn, að dómurunum líði ekki vel á vellinum,“ sagði Jóhannes sem telur að skortur á sjálfstrausti hrjái dómarana. „Ef dómarunum líður ekki vel er hætta á vandamálum. Mér heyrist og sýnist að mönnum líði ekki vel - að það séu vandamál sem í gangi í dómarahópnum. „Ég veit, og menn hafa sagt mér það, að mönnum líður ekki vel með þann stjórnunarstíl sem er viðhafður hjá dómaranefnd KSÍ,“ sagði Jóhannes sem var beðinn um að skýra mál sitt frekar. „Fyrir nokkrum árum var þessu breytt í einn hóp þar sem menn geta valið hvern sem er. Áður voru A-, B- og C-hópar. Í dag getur dómaranefndin bara ákveðið: þessi er nógu góður, við látum hann prófa 1. deildina eða Pepsi-deildina. „Þeir eru nánast eins og stjórn í fyrirtæki sem þarf að halda utan um sitt lið. Ef það kemur upp vandamál er það þeirra að ræða hlutina og leysa úr þeim. „Það er einfaldlega þannig að dómaranefnd KSÍ, undir forystu Gylfa (Þórs Orrasonar), hefur stjórnað með hræðslu- og hótunaráróðri undanfarin ár.“ Jóhannes hefur undanfarin fjögur ár átt í útistöðum við dómaranefnd KSÍ eftir að hann gagnrýndi störf hennar opinberlega. Af þeim sökum hefur Jóhannes ekkert dæmt síðan þá. „Þegar mitt mál kom upp bað ég um fund þar sem fjórir, frekar en fimm, menn sátu á móti mér hinum megin við borðið. Í annarri setningu á fundinum sagði Gylfi að dómaranefndin væri ekkert að fara að skipta um skoðun í þessu máli,“ sagði Jóhannes sem spurði af hverju hann væri þá að koma alla leið frá Akureyri, þar sem hann er búsettur, fyrst dómaranefndin væri búin að mynda sér skoðun í málinu. „Ég veit um fjöldamörg dæmi þess þegar menn eru kallaðir á fund þegar eitthvað kemur upp á og það sitja 2-4 menn á móti einum og skamma hann eins og hund. Þetta fer rosalega illa í menn. Þetta er stjórnunarstíll sem viðgengst hvergi,“ sagði Jóhannes og bætti því við að þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á frammistöðu dómaranna inni á vellinum. Jóhannes sagði ennfremur að kollegum hans í dómarastéttinni á Íslandi hafi verið hótað sömu meðferð og hann sjálfur fékk á sínum tíma. „Ég hef það fyrir satt að það hafi verið sagt við menn: þið vitið hvernig fór fyrir Jóa Valgeirs,“ sagði Jóhannes sem bíður enn eftir að ná sáttum við dómaranefndina og Gylfa Þór Orrason sem var náinn vinur hans áður en þeim sinnaðist fyrir fjórum árum. „Annað hvort þarf að breyta hugarfarinu og vinnubrögðunum eða það þarf að koma nýtt fólk inn í dómaranefndina. Það sjá allir að það eru vandamál í gang. „En við þurfum að hafa það í huga að Gylfi er einn af bestu dómurum sem við höfum átt og hann kann leikinn. En mannleg samskipti hjá Gylfa, sem var fjölskylduvinur á mínu heimili áður en þetta gerðist og gisti oft heima hjá mér, eru ekki í lagi. Ef það er ekki hægt að setjast niður og ræða málin er eitthvað mikið að,“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, fór hörðum orðum um dómaranefnd KSÍ og formann hennar, Gylfa Þór Orrason, í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Dómgæslan í Pepsi-deildinni hefur verið mikil til umræðu í sumar, nú síðast eftir að 8. umferð deildarinnar lauk í gær en óhætt er að segja að umræðan um störf þeirra hafi verið nokkuð neikvæð og ekki að ástæðulausu. „Mér finnst dómgæslan, af því sem ég hef séð, ekki hafa verið almennt slök. Margir leikir hafa verið fínt dæmdir,“ sagði Jóhannes. „En það hafa komið upp furðulega skrítin atvik sem eru oft á tíðum algjörlega úr karakter hjá dómurunum. Ég hef spurt mig hvað er að því við eigum góða og reynda dómara og aðstoðardómara. Af hverju lenda menn í svona atvikum sem eru alveg óútskýranleg? „Eina sem mér finnst, og ég horfi jafnmikið á dómarana og leikinn, að dómurunum líði ekki vel á vellinum,“ sagði Jóhannes sem telur að skortur á sjálfstrausti hrjái dómarana. „Ef dómarunum líður ekki vel er hætta á vandamálum. Mér heyrist og sýnist að mönnum líði ekki vel - að það séu vandamál sem í gangi í dómarahópnum. „Ég veit, og menn hafa sagt mér það, að mönnum líður ekki vel með þann stjórnunarstíl sem er viðhafður hjá dómaranefnd KSÍ,“ sagði Jóhannes sem var beðinn um að skýra mál sitt frekar. „Fyrir nokkrum árum var þessu breytt í einn hóp þar sem menn geta valið hvern sem er. Áður voru A-, B- og C-hópar. Í dag getur dómaranefndin bara ákveðið: þessi er nógu góður, við látum hann prófa 1. deildina eða Pepsi-deildina. „Þeir eru nánast eins og stjórn í fyrirtæki sem þarf að halda utan um sitt lið. Ef það kemur upp vandamál er það þeirra að ræða hlutina og leysa úr þeim. „Það er einfaldlega þannig að dómaranefnd KSÍ, undir forystu Gylfa (Þórs Orrasonar), hefur stjórnað með hræðslu- og hótunaráróðri undanfarin ár.“ Jóhannes hefur undanfarin fjögur ár átt í útistöðum við dómaranefnd KSÍ eftir að hann gagnrýndi störf hennar opinberlega. Af þeim sökum hefur Jóhannes ekkert dæmt síðan þá. „Þegar mitt mál kom upp bað ég um fund þar sem fjórir, frekar en fimm, menn sátu á móti mér hinum megin við borðið. Í annarri setningu á fundinum sagði Gylfi að dómaranefndin væri ekkert að fara að skipta um skoðun í þessu máli,“ sagði Jóhannes sem spurði af hverju hann væri þá að koma alla leið frá Akureyri, þar sem hann er búsettur, fyrst dómaranefndin væri búin að mynda sér skoðun í málinu. „Ég veit um fjöldamörg dæmi þess þegar menn eru kallaðir á fund þegar eitthvað kemur upp á og það sitja 2-4 menn á móti einum og skamma hann eins og hund. Þetta fer rosalega illa í menn. Þetta er stjórnunarstíll sem viðgengst hvergi,“ sagði Jóhannes og bætti því við að þetta hefði að sjálfsögðu áhrif á frammistöðu dómaranna inni á vellinum. Jóhannes sagði ennfremur að kollegum hans í dómarastéttinni á Íslandi hafi verið hótað sömu meðferð og hann sjálfur fékk á sínum tíma. „Ég hef það fyrir satt að það hafi verið sagt við menn: þið vitið hvernig fór fyrir Jóa Valgeirs,“ sagði Jóhannes sem bíður enn eftir að ná sáttum við dómaranefndina og Gylfa Þór Orrason sem var náinn vinur hans áður en þeim sinnaðist fyrir fjórum árum. „Annað hvort þarf að breyta hugarfarinu og vinnubrögðunum eða það þarf að koma nýtt fólk inn í dómaranefndina. Það sjá allir að það eru vandamál í gang. „En við þurfum að hafa það í huga að Gylfi er einn af bestu dómurum sem við höfum átt og hann kann leikinn. En mannleg samskipti hjá Gylfa, sem var fjölskylduvinur á mínu heimili áður en þetta gerðist og gisti oft heima hjá mér, eru ekki í lagi. Ef það er ekki hægt að setjast niður og ræða málin er eitthvað mikið að,“ sagði Jóhannes að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Pepsi-mörkin: Hans besta er bara ekki nógu gott Það skapaðist fjörleg umræða í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi um dómgæslu. 16. júní 2015 12:30