Fótbolti

Aron: Enginn í hefndarhug

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Menn hlakkar til að ganga út á völl fyrir framan fullan völl. Það er mikil stemning og mikill meðbyr sem við finnum fyrir.“

Þetta sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, við Vísi fyrir æfingu liðsins í gær.

Strákarnir okkar mæta Tékkum í mikilvægum leik í undankeppni HM 2016 á Laugardalsvelli klukkan 18.45 í kvöld, en fyrri leikinn unnu Tékkar á sínum heimavelli, 2-1.

„Menn eru voða lítið í hefndarhug einhverjum. Það eru þrjú stig í boði og ef menn vilja þau ekki er eitthvað að,“ sagði Aron.

„Þetta er gífurlega sterkt lið, við verðum að átta okkur á því. Þetta eru menn sem eru búnir að spila saman lengi eins og við sjálfir.“

„Þeir eru með góðan hóp, eru virkilega skipulagðir og gefa fá færi á sér. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ sagði fyrirliðinn.

Strákarnir hafa spilað stóra leiki undanfarin misseri og segir Aron liðið hafa lært ýmislegt á þessum tíma.

„Maður lærir víst alltaf og þessir strákar og þetta þjálfarateymi er orðið svo „pro“. Við erum búnir að læra af ýmsum hlutum og þurfum að nýta okkur það í þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Betur tilbúnir nú en síðast

Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld.

Goðsögnin sem er hægri hönd Vrba

Karel Häring, tékkneskur blaðamaður sem er staddur hér á landi vegna landsleiks Íslands og Tékklands í undankeppni EM, segir það hafa verið klókt hjá Pavel Vrba, þjálfara Tékklands, að gera Karel Brückner að sérlegum ráðgjafa sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×